Fimmtudagur, 24.7.2008
Vinnu-alki í sumarfríi
Alveg er unaður að vera í sumarfríi. Svona allavega þegar maður getur skilið við vinnufélagana, skrifborðið sitt og venjulega vinnurútínu. Það gengur misvel. Virðist ætla að ganga núna, allavega enn ....
Sko, fríið er svona:
1. Kaffi og kroísssssant í dagrenningu - eftir æfingar og hjól
2. Flíkur dagsins eru svo valdar gaumgæfilega eftir dekurbað
3. Sest í 10 - kaffi yfir tölvunni, Mogganum og fleira góðgæti
4. Ef útsynningurinn er í algleymi, er sest yfir bækur og heimsins andlega góðgæti
5. Ef góðviðrið ætlar allt að æra, þá er hugað að blómum
6. Svo hallar degi og þá er það bara áframhaldandi bækur, kaffi, blóm, og svoleiðis ...
Hversu dásamlegt getur þetta eiginlega orðið?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Oh, ég er svo fegin að vera ekki á Spáni, bara í gömlu, góðu Reykjavík....! Þar eru mín uppáhaldsfrí. Hafðu það samt æðislegt á Spáni!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:25
Yndislegt að vera heima í fríi og njóta..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 21:31
Pottþétt uppskrift að góðum degi.
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 22:37
Hér hafa síðustu dagarnir aðalega farið í að halda sér vakandi á pallinum við Glommu. Hitinn hefur verið um og yfir 30°C síðustu vikuna og ekert lát verður á þessum (ó)fögnuði fram á fimmtudag í næstu viku. Ef maður sofnar er hætta á bruna en lengur getur maður ekki forðast að verða eins og illa ristuð brauðsneið í sólbaðinu.
Annars skammast ég mín hálfpartinn fyrir að vera í sumarfríi þegar konan getur ekki leyft sér frí. Meðan ég ligg á pallinum eða rölti um og blaðra viða aðra íbúa á hjólhýsasvæðinu situr hún í fortjaldinu og rekur ferðaskrifstofu. Hugsa að það sé ein af sára fáum ferðaskrifstofum sem rekin er í hjólhýsi yfir sumartímann.
Dunni, 24.7.2008 kl. 22:46
Þessi færsla er eins og draumur... Eða eins og Mamma Mía land. Eða jafnvel ABBA-land
Lilla Sver, 25.7.2008 kl. 10:28
Þú nýtur þess greinilega að vera í sumarfríi. Frábært. Haltu því áfram.
Laufey B Waage, 25.7.2008 kl. 11:21
Það er alger draumur að vera í "heimafríi" .... það hlýtur eiginlega líka að vera draumur að reka ferðaskrifstofu um leið ....!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.7.2008 kl. 18:18
Þú ert svo mikill lífskúnstner Guðný Anna
.
Kær kveðja úr hitanum í Árósum.
Kristbjörg Þórisdóttir, 29.7.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.