Mánudagur, 23.6.2008
Reykfíknin er innan við eyrun
Stórreykingamenn sem fengið hafa blóðtappa á ákveðnu svæði í heila, virðast eiga mun auðveldara með að hætta en aðrir. Þetta sýna nú niðurstöður nýrrar rannsóknar læknisins Nasirs H. Naqvi, við Iowa og Suður-Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum. Hugmyndin kviknaði vegna þess að 28 ára gamall sjúklingur, sem hafði verið stórreykingamaður frá 14 ára aldri allt fram til þess dags þegar hann fékk blóðtappa í heila, hafði ekki minnstu löngun til að reykja þegar hann komst til meðvitundar. Það var síður en svo meðvituð ákvörðun hans að hætta , en nú fann hann beinlínis til ógeðs þegar hann fann reykingalykt. Yfirleitt getur löngun í nikótín hins vegar komið upp í mörg ár eftir að fólk hættir að reykja.
Þessi uppgötvun varð til þess að Naqvi og samstarfsfólk hans hóf reglubundna rannsókn á sjúkraskrám reykingafólks sem hafði orðið fyrir heilaskaða. Af 32 slíkum sjúklingum reyndust 16 hafa hætt að reykja strax eftir heilasköddunina. Heilaskannanir bentu á ákveðin heilasvæði sem nefnast insula eða eyja og að sköddun þessara heilastöðva virtist gera fólki 100-falt léttara að reykja. Þetta opnar möguleika á nýjum aðferðum til að hætta að reykja, t.d. með því að örva þessar heilastöðvar með rafmagni.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Rannsóknir koma oft afar seint, um dæmi sem eru ´mjög líkleg, og jafnvel kunn, en ég þekki nokkur dæmi. Það er nú það gæskan en alltaf er hann smart Lucky Strike pakkinn.
Sólveig Hannesdóttir, 24.6.2008 kl. 12:35
Gott á meðan á því stendur og gott þegar það er ekki til staðar! Amma heitin fékk oft eina og eina því það þótt svo smart hér áður fyrr ...
Ég fiktaði og hætti og er sátt!
www.zordis.com, 24.6.2008 kl. 18:15
Já, þessu trúi ég alveg! Ekki ólíklegt að þetta hangi á sama spotta og það fyrirbæri að margar barnshafandi konur þróa viðbjóð við nikótíni meðan þær ganga með barnið. Það er bara hægara sagt en gert að örva kerfisbundið vissar djúplægar stöðvar í heilanum og svo er það engan vegin víst að þetta haldi í lengdina. En sjálfsagt að skoða þetta betur!
Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.