Mánudagur, 9.6.2008
Kvöldið, kríurnar og kallarnir
Ég sit við upáhaldsgluggann minn sem snýr út að Viðey, í uppáhaldsstólnum mínum, sem er gulur og var líka uppáhaldsstólinn hennar Kay minnar frá Ástralíu, við hliðina á bar heimilsins og með endalausa fegurðina fyrir augunum. Uppáhaldsglugginn minn er raunverulega glerturn á húsinu mínu, þannig að ég er dálítið eins og Tobias í turninum, sem horfi yfir allt og passa allt. Enda þekki ég kríurnar fyrir utan með nafni og skúmarnir voru líka miklir vinir mínir, áður en kríurnar hröktu þá alla í burtu. Þekki bátana við bryggjuna og sé hvenær kallarnir fara út og hvenær þeir koma í land aftur. Í turninum mínum á þessari hæð er eins og áður sagði bar heimilisins til húsa. Hann er mjög fljölskrúðugur og að sjá frá vinstri til hægri er t.d.: Campari, Vodka, Beefeater, Bobmy Dry Gin, Alambre Moscatel De Setúbal, Cockburn Special Reserve Port, Gammel Dansk, Contreau og Ballantine´s og svo eitthvað sem ég sé ekki fyrir aftan. Sumar flöskurnar eru grunsamlega rykfallnar. (Nú er ég orðin frekar vínþyrst og fer því og fæ mér undanrennu. Ahhh, þetta var gott). Við mér blasir fegurðin tær og fáninn við bryggjuna blaktir við hún. Á svona kvöldum sættist maður við heiminn og er eiginlega alveg sama um hvað margir eru vitlausir og leiðinlegir og hvað lífið er óréttlátt á köflum og hvað bensíð er dýrt. Það þarf ekki mikið fyrir veðurhrjáðan Íslendinginn - hann sveiflast í hæstu hæðir á einu góðviðriskvöldi. Það gerir situasjónina ekki verri að þetta er fyrsta kvöldið sem ég nota 3G lykilinn minn og get netjast og bloggast út um allt, þ.e.a.s. í fysiskum skilningi, gott ef ég reyni ekki hvernig gengur í sturtunni í fyrramálið.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Notaleg færsla, gott að líða svona eins og þér líður núna. Kær kveðja til kríanna.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 23:57
Hlakka til að sjá færsluna úr sturtunni ;)
Góðan dag kríukona
Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 07:28
koss til þín.... fallega kona í turninum....
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:02
Alla tið hefur Krían verið uppáhaldsfuglinn minn. Ástæðan einmitt sú hversu frek hún er,og dugleg að verja ungana sína. Í sveitinni minni gengum við Gvendur með hjálma úr seinna stríði, langan veg yfir Kaldaðarnesflugvöll að sækja hinar 25 kýr sem þurfti, það var góð vörn, og síðan hef ég alltaf verið með hernum.
Sólveig Hannesdóttir, 10.6.2008 kl. 21:43
Þú ert semsagt prinsessan í turninum sem allar sögurnar eru um
Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:30
Gaman væri að koma í heimsókn og líta út um gluggan. Kanski myndi maður "glugga"aðeins í barinn? Hver veit.
Sólveig, hvenær varst þú í Kaldaðarnesi? Ég var þar hjá Eyþóri og Borgu þegar ég var 12 13 14 ára. (Fæddur 63)
Gunnar Páll Gunnarsson, 11.6.2008 kl. 19:31
Ég átti kríu þegar ég var krakki sem pabbi fann máttvana til flugs niður við tjörn. Við systkinin fóðruðuð hana á ýsustrimlum og hún lifði góðu lífi hjá okkur, þar til mamma slysaðist til að gefa henni sardínu í olíu. Það tók hana langan tíma að deyja.
Svava frá Strandbergi , 12.6.2008 kl. 02:49
Þetta hljómar einstaklega spennandi. Mig hefur alltaf langað í svona útsýnisturn.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:43
Vildi hafa ykkur öll í heimsókn í turninum! Beztu kveðjur frá prinsessunni af Campari.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.