Mánudagur, 19.5.2008
Konur vita hvað þær syngja
Daglega drekka milljónir manna kólerumengað vatn. Nú hefur þó fjöldi kólerusýkinga dregist saman um helming í um 65 þorpum í Bangladesh. Þennan árangur má þakka notkun gamalla klúta við síun vatnsins. Konurnar sía vatnið í gegnum gamla sarí-klúta. Sarí er hefðbundinn klæðnaður kvenna á þessum slóðum og þegar efnið hefur verið brotið saman fjórum sinnum nær það að sía úr vatninu stærstan hluta af kólerubakteríunum. Árangurinn verður hreinna drykkjarvatn og færri kólerusýkingar.
Kólerubakterían, Vibrio cholerai, er svo lítil að klæðið næði ekki að fanga hana, ef ekki væri fyrir þá sök að í vatninu lifir hún í sambýli við þörunga sem eru svo stórgerðir að þeir komast ekki í gegnum klæðið. Gömul saríklæði með lúðum trefjum eru þéttustu og áhrifaríkustu síurnar.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Við erum ekki nógu dugleg að meta vatnið okkar ómengaða. Það gera hinsvegar útlendingar. Kv. SH
Sólveig Hannesdóttir, 20.5.2008 kl. 21:54
Ójá, rétt er það.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:57
Þetta sýnir okkur að aldrei skyldi vanmeta gömul fræði. Þetta vita þær konurnar.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.