Lítil skel

th_Image057
Lítil skel
á litlu hafi.

Þú heldur kannski, að pollurinn þinn sé hafið,
þú heldur kannski, að allar bárur brotni
við strönd lítilla sæva,
að þegar lítil skel sekkur í lítið djúp
með allri áhöfn – sex malarsteinum –
sé ekki til annað haf
hafið mikla
haf dauðans.
Og faðir þinn kyssir þig, er hann fer til skips,
og tekur ekki af baki sér svartan sjómannspokann.

Eilífðarhafið
er kannski
lítill pollur.

Einn dag segir dauðinn við lífið:
Ó, ljá mér skel þína, bróðir.

- Jón úr Vör -  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Lífið er yndislegt og um að gera að njóta þess á meðan varir!

Njóttu!

www.zordis.com, 10.5.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu lífsins og góða helgi  Mother's Day Vase 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góða Hvítasunnu Guðný mín og njóttu hennar vel.

Gunni Palli kokur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk, elskurna, og sömuleiðis!

Mér varð hugsað til þessa ljóðs í gær í tilefni af því að Alli frændi (kallaður Alli ríki) var jarðsettur frá Eskifjarðarkirkju. Ég beinlínis dýrka ljóð Jóns úr Vör. Hann nær alltaf að fanga hugsanir mínar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: www.zordis.com

Gud Geymi Alla rika ... vissi ekki ad hann vaeri komin í betri heima! 

www.zordis.com, 11.5.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband