Laugardagur, 10.5.2008
Lítil skel

Lítil skel
á litlu hafi.
Þú heldur kannski, að pollurinn þinn sé hafið,
þú heldur kannski, að allar bárur brotni
við strönd lítilla sæva,
að þegar lítil skel sekkur í lítið djúp
með allri áhöfn sex malarsteinum
sé ekki til annað haf
hafið mikla
haf dauðans.
Og faðir þinn kyssir þig, er hann fer til skips,
og tekur ekki af baki sér svartan sjómannspokann.
Eilífðarhafið
er kannski
lítill pollur.
Einn dag segir dauðinn við lífið:
Ó, ljá mér skel þína, bróðir.
- Jón úr Vör -
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Lífið er yndislegt og um að gera að njóta þess á meðan varir!
Njóttu!
www.zordis.com, 10.5.2008 kl. 23:15
Njóttu lífsins og góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 00:59
Góða Hvítasunnu Guðný mín og njóttu hennar vel.
Gunni Palli kokur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:24
Takk, elskurna, og sömuleiðis!
Mér varð hugsað til þessa ljóðs í gær í tilefni af því að Alli frændi (kallaður Alli ríki) var jarðsettur frá Eskifjarðarkirkju. Ég beinlínis dýrka ljóð Jóns úr Vör. Hann nær alltaf að fanga hugsanir mínar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:08
Gud Geymi Alla rika ... vissi ekki ad hann vaeri komin í betri heima!
www.zordis.com, 11.5.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.