Þriðjudagur, 6.5.2008
Veisla
Smakkið og njótið...
Í tilefni af mergrunarlausa deginum fékk ég dásamlega gjöf í dag:
Vöfflur með Drottningarsultu og þeyttum rjóma ásamt bolla af rjúkandi kaffi á bakka inn á skrifstofu.
Á maður skilið að eiga svona æðislegan vinnufélaga?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Vöfflur með rjóma og rabbarbarasultu ... væri sko til!!!
Frönsk súkkulaðiterta með vanilluís og jarðarberjum ... meira en til ... LÆT BARA VATNIÐ DUGA en það veit sá sem allt veit að ég mun láta mig dreyma ...
Vöfflu kona er góð hugmynd! Við skulum sjá hvernig ég virkja þessa girnd með pennslinum!!!
www.zordis.com, 6.5.2008 kl. 23:04
ummmmm éins gott að ég var að enda við að fá mér ís og súkkulaði, annars hefði ég farið að slefa.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:40
Það má ekki segja drottning á Íslandi í dag! Þá verður allt vitlaust............
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:44
þetta lítur dásamlega út !!!!
knús inn í daginn.
steina sem er sólarmegin í lífinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 06:36
Þú átt yndislega vinnufélaga
Kolbrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 06:38
Ég á bestu vinnufélaga sem um getur, satt er það og rétt. Og ekki er hún síst sú kona er færði sinni stöllu bakkelsi innað tölvu ...
Ég vil hafa svona megrunarlausa daga einu sinni í mánuði, gott ef ekki einu sinni í viku. Þóra, ég var svo heppin í gær, að ég bara komst ekki í göngu, hvað þá að ég hefði tíma í ræktina. Hvílík sæla.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:44
HEY! Hvaða megrunarlausa degi eruð þið að segja frá???? Missti alveg af honum svo að ég held upp á hann á morgun. Þá verður það ostabökuð ýsa með jurtasalti, ratatouille á la Indónesía, smjörbökuð korn með fersku kóríander, lime og fullt af öðru góðmeti. Fæ mér svo hvínandi sætan banana smoothie á eftir ásamt expresso. HA!
PS: Þú mátt senda vinnufélaga þinn með hraðpósti til mín svo að hún geti borið herlegheitin inn á kontor hjá mér á morgun. ( frokosten byrjar kl: 11:00 )
Addressan er:
NOVO NORDISK
Smørmosevej 2 H
att; Gunnar Gunnarsson rest.chef.
2880 Bagsværd
Danmark
þá ætti hún að skila sér svona um níu leytið ef allt gengur að óskum
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 21:10
Heyrðu GPG, ég kem allavega .... byrja svo bara í megruninni dagen derpå ... samþykkt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:22
... maður verður bara saddur að horfa á þessar myndir...
Brattur, 7.5.2008 kl. 21:26
Hej Guðný. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 03:26
Svona bakkelsi sér maður ekki á norskum borðum.
Þessar myndir minna mig á veisluna hjá Nönnu Bjarna þegar við vorum saman fyrir austan síðast. Þá hélt ég að´hún væri að bjóða mér í molakaffi en með fylgdu 9 tegundir af meðlæti.
Hugsandi um vöflur verð ég að segja frá því að á völlinum hjá Fredrikstad og Moss í Austfold-fylki bjóða þeir upp á pylsur í vöflum með tómatsósu og sinnepi á herjum fótboltaleik.
Dunni, 8.5.2008 kl. 10:16
mmmmmmmmmmmmm
...maður fær nú bara vatn í munninn...... bara passa að maður drukkni ekki..... 
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.5.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.