Mánudagur, 5.5.2008
Jómfrúarfæðingar og erfðamargbreytileiki
Hryggdýr fjölga sér yfirleitt þannig að sáðfruma karldýrs og eggfruma kvendýrs renna saman og verða að nýjum einstaklingum. Þannig tryggir náttúran erfðafræðilega fjölbreytni. Í einstaka tilvikum hefur þó komið fyrir að kvendýr t.d. fiskar eða slöngur, hafi eignast afkvæmi án afskipta karldýrs.
En nú hefur það gerst í tveimur breskum dýragörðum að indónesískar komodo-eðlur hafa eignast afkvæmi með jómfrúrfæðingu. Vorið 2006 eignaðist eðlan Sungai fjóra unga í dýragarðinum í London, en hún hafði þá ekki komist í snertingu við karldýr í tvö ár. Og í desember 2006 klöktust fimm egg í Chester-dýragarðinum. Móðirin var eðlan Flóra, sem aldrei hafði komist í kynni við karldýr.
Erfðagreiningar á eggjum og ungum eðlanna sýndu að allir ungarnir voru aðeins afkvæmi móðurinnar. Þetta fyrirbrigði getur reyndar haft þann kost að kveneðlur geta komið á fót alveg nýjum eðluhóp ef skortur er á karldýrum. Dýrafræðingar hafa á hinn bóginn aldrei fyrr orðið vitni að jómfrúrfæðingum hjá komodo-eðlum og undrun þeirra varð eðlilega ekki minni þegar eðlurnar voru orðnar tvær.
Stelpur, erum við ekki að ná þessu?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Ég er ekki viss um að það væri kostur.............
Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 22:37
Kostur í merkingunni kostur (priviledge) eða í merkingunni kostur (option) ???
(Það sem maður getur verið fyndinn á köflum .... )
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:40
Alveg drep fyndin... við endum einkynja held ég bara , en ekki á þessari öld sem betur fer.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 00:10
Hmmm ég þarf að hugsa þetta aðeins.........
....hef líklega ekki byrjað nógu snemma á grænmetisfæðinu
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 09:52
Jú ég held mig við fyrri kostinn ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 09:52
....og já þú getur verið fyndin
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 09:53
Já, þær eru eðlilegar þessar eðlur.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:14
Eitt er víst að þetta endar með ósköpum ( ó - sköp, sko )....
Fyrir mitt eðlilega eðli, finnst mér þetta hræðilegt tilhux.
Fyndnin bara yfirgefur mig ekki núna. Sem betur fer varir þetta stutt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:49
haha
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:43
Er þetta eðlilegt
?
Bestu kveðjur Jenni.
Jens Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 18:52
Nei, eðlu-legt, kæri Jenni.
(ennþá í fyndna stuðinu .... )
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.