Greind og grænmetisætur

Því greindara sem barn er, því meiri líkur eru á að það gerist grænmetisæta á fullorðinsaldri. Það eru breskir vísindamenn sem hafa komist að þessari niðurstöðu eftir rannsókn á lifnaðarháttum 8.179 einstaklinga. Allt þetta fólk tók greindarpróf við 10 ára aldur og nú var það beðið að skýra frá matarvenjum sínum. Alls sögðust 365 þátttakendur vera grænmetisætur og þeir reyndust einmitt hafa mælst með marktækt hærri greindarvísitölu en meðaltalið við 10 ára aldur. Þessi nýja uppgötvun gæti átt þátt í að skýra hvers vegna greint og vel menntað fólk er jafnframt heilbrigðara, eins og sýnt hefur verið fram á með mörgum rannsóknum. Grænmetisætur eiga síður á hættu að fá of háan blóðþrýsting, of mikið kólesteról eða hjarta- og æðasjúkdóma.

 

c_users_user_pictures_kalkona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Graenmeti er sérstaklega gott en ég man ad zad var nú ekki sérstaklega mikid um zad zegar ég var undir 10 árunum!  Í dag zá er graenmeti med öllu svo ég tali nú ekki um ávextina ....

Njóttu dagsins, í dag fögnum vid maedradeginum svo zad er tengdamamma og mágkonu fögnudur í dag!

www.zordis.com, 4.5.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vorum við búnar að tapa hvor annarri??? ekki var það gott. Gaman að sjá þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég bara fattaði allt í einu þegar ég fór bloggrúntinn að þú varst ekki á þínum stað, Ásdís mín! Gott að við náum saman aftur... ... góðar kveðjur til ykkar verðandi grænmetisæta .... (ekki satt?)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.5.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hmm,...hlýtur þá ekki manneskja sem gerðist grænmetisæta 4 ára að vera sérlega vel gefin......

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.5.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar kemstu í allar þessar rannsóknir og niðurstöðurnar?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Laufey B Waage

Allt er vænt sem vel er grænt.

Laufey B Waage, 7.5.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband