Mánudagur, 14.4.2008
Austfirsk hógværð
Þó svo að ég elski Esju, Akrafjall og Skarðsheiði, er það nú einusinni þannig, að Eskifjörður er áttunda undur veraldar og Hólmatindur fallegasta fjall í heimi. Um þetta deila menn ekki. Þeir sem alast upp í fangi eskfirskra fjalla verða aldrei eins og aðrir menn. Þeir eiga eitthvað sem enginn skilur nema sá sem reynt hefur. Ég veit að Eskfirðingar eru hógværasta fólk í heimi, nema ef vera skyldi að Vopnfirðingar væru hógværari, en ég naut bara 15 - 20 ára veru á staðnum. Svo gleypti sollurinn fyrir sunnan mig. Í hvert sinn sem ég sæki fjörðinn heim, spyr ég mig: "hví í ósköpunum datt mér nokkru sinni til hugar að flytja héðan?" Það eru til spurningar sem auðveldara er að svara.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Jæja... kemur nú Tröllaskagakvikindið upp í mér... sko... Arnfinnurinn... Múlakollan, Tindaöxlin... Ósbrekkufjall... þori alveg í keppni við austfirsk fjöll og jafnvel Esjuna... einu sinni var maður að norðan sem sagði að Esjan væri eins og útrunninn fjóshaugur... ekki tek ég nú undir það... enda var þetta óheflað ruddamenni... og alls óskyldur mér...
En þetta datt einhvern tíman út úr manni sem ég þekki mun betur:
Það er svo
svakalega freistandi
Þegar maður
rekst á fallegt fjall
að ráðast til
uppgöngu
og sigra það
Brattur, 14.4.2008 kl. 21:23
Það kemur margt fallegt að austan.........
Jafnvel þó Brattur sé af Skaganum kenndum við óvætti ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 22:24
Sannleikurinn er óviðjafnanlegur!
Fegurðin er með einsdæmum. Var einmitt í hópi Reyðfirðinga og var að dásama Hólmatind okkar Eskfirðinga
www.zordis.com, 15.4.2008 kl. 06:44
fjöll er svo falleg, enda lifir svo margt annað í fjallinu sem gefur því þessa útgeyslun sem við skynjum þegar við horfum.
BlessiÞigfallegakona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:07
Fræna mín, Það sem ég þekki þessa fjallavæntumþykju í gegnum tengdafólkið mitt. Tengdamóðir mín heitin elskaði Tindastól, og ef ég hafði einhver ágætisorð varðandi Esjuna, þá varð henni að orði, "Ja svei mér ef hún minnir mig ekki á TINDASTÓL". En Hólmatindurinn er eitthvað sem er fallegt finnst mér, og Kirkjufellið við Grundarfjörð. Smekksatriði.
Sólveig Hannesdóttir, 15.4.2008 kl. 13:15
Já, þið sam-dreifbýlisfólk mitt þekkið þetta af eigin raun eða annarra. Svoleiðis er að vera Íslendingur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:45
Yndisleg fegurð í þessum myndum.
Marta B Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 00:15
Yndislegar myndir - og þetta sé ég á hverjum degi
og já Guðný, ég var með smá veislu á gamla heimilinu þínu - og það var sko góður andi þar, gott að vera í þessu húsi.
En Zordis, er hún eskfirðingur?
Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:47
Já Guðný mín vissi að ég mundi kveikja á gömlum minningum þegar ég minntist á Hólmatindinn okkar. Í gær var veðrið eins og á myndunum þínum en allt á kafi í snjó, stóðst samt ekki freistinguna og skrapp í sund i 12 stiga hita og sólskini svona rétt fyrir kvöldmat til að fá matarlist, var líka í Pöntun eins og hún var kölluð búðin hans pabba þíns að hjálpa stráknum mínum aðeins en þar er svokallað Ungmennahús staðarins, og varð vitni að því þegar Badda skaust inn á gamla æskuheimilið þitt. Sigldi síðan seglum þöndum út spegilsléttan fjörðinn okkar klukkan 3 í nótt þegar allir sváfu nema við sjóararnir.
Grétar Rögnvarsson, 16.4.2008 kl. 16:01
Óhó. Nú fyllir mig fortíðarþráin. En yndislegt. Loksins þegar ég kíki inn þá býðst mér að setjast við fallegasta borðið.
Takk fyrir þetta elsku vinkona.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:31
Zordis á ættir að rekja í Sjólyst. Amma hennar hét held ég Oddný. Leiðréttu mig, ef ég fer með rangt mál, Zordís mín!
Já, góður andi í Pöntun. Það sagði ég alltaf. Grétar, ég er með þér á sjónum, þó þú sjáir mig ekki.
Unnur mín, hvenær förum við austur, hittum Böddu og Grétar og alla hina góðu vinina og setjumst að þessu fegurðar- og allsgnægtarborði sem Austfirðir (NB með stórum staf) eru?
Þetta er að verða hið besta átthagamót hér á síðunni.
Segi að lokum eins og Brattur: til þess eru fjöll að sigrast á þeim.
(P.S. Hvað sem Brattur segir, held ég að hann sé ættaður að austan...)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.