Esja

 121618637_02c168932d_t      2340     esja_alfsnes_web      287720602_dacda1794a_t

Ég á í ástarsambandi við Esjuna.

Ég hef séð hana á köldu síðdegi, þegar fokið er í öll skjól fyrir mannfólkinu á leið heim úr vinnunni. Þá er hún hnípin og þögul, lætur ekkert uppi.

Ég hef séð hana í vetrarham, þegar hún faldar hvítu og er að springa úr stolti. Þá reigir hún sig yfir heiminn og segir ha, ha, ha.

Ég hef séð hana um júlínótt, eftir næturdjamm, þegar kvöldið og morguninn mætast á henni og hún speglar sig í spegilsléttum sjónum. Þá brosir hún kankvís og segir: elsku, farðu heim að sofa.

Ég hef séð hana vafða snjóþokum um vetur, kuldalega og ógnvænlega.

Svo er hún stundum svo værðarlega hlýleg og unaðsleg á fágætum hitadögum, í sumri og sól. Aldrei samt letileg, aldrei alveg sama.

Hún vakir yfir mér. Ég vaki yfir henni. Hún mun samt vaka lengur en ég.

Hún er allskonar, ég er allskonar.

Hvað er hægt að vera í lifandi sambandi við fjall.

1593841010_9d18253a72_t     1878891054_9d4fab55a3_t     320570487_19141aa144_t     2228819814_8077d79767_t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á í samskonar sambandi við Hengilinn

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er sko hægt að vera í lifandi sambandi við Fjall "trúðu mér" ...

Esjan er undraverð og yndisleg  

www.zordis.com, 9.4.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

"finnst þér ekki esjan vera sjúkleg
& akrafjallið geðbilað að sjá
ef ég bið þig um að flýja með mér
til omdúrman þá máttu ekki hvá"....

Ég er að þróa svona samband við Heklu....... allveg yndisleg......

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.4.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er fallegt og mikill kærleikur frá þér til hennar. ég skil það vel, er ísland ekki líka hún ?

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er Þórsmörkin sem er ástin mín

Marta B Helgadóttir, 9.4.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég held ég hafi hætt að elsk´ana þegar hún greip mig í klettakrumluna sína og hélt mér þar fastri og starfri..hræddari en nokkru sinni áður. En þegar á tindinn var komið gat ég fyrirgefið henni kastið og heimtaði þyrlu til að flytja mig heim.

En svona í fjarskanum sé ég fegurð hennar og grobba mig roggin eins og sumir..Bendi með hendi og segi..Sjáiði tindinn þarna fór ég..og sleppi öllu öðru úr þeirri sögu.

Þú og Esjan

Ég og Esjan 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 12:51

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Elsku frænka mín, lyrisk ertu, svo sannarlega, ég eftir ljóðahefti, skal meira að segja selja það fyrir þig.  En þarna er ég galtóm, algerlega, fjöll snerta mig bara alls ekki. Ég er meira að segja svo ófyrirleitin, að mér finnst að vel megi færa hana. Er semsagt alger materialisti eða hvað?? Ég vil eiga í sambandi við eitthað annað en fjall, og mér finnst hún mætti vera aðeins minni.   (Alltof djúpt fyrir mig)

Sólveig Hannesdóttir, 10.4.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alveg sammála þér með Esjuna. Ég hef líka gengið á hana af og til og þegar maður er lafmóður og illa haldinn í brekkunum er hún samt virkilega aðlaðandi.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:38

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl Guðný Anna. Nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 10:25

10 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sorry, en mér finnst Esjan eiginlega bara ekkert fjall, meira bara svona hóll,  ekki þegar maður hefur alvöru fjall hinum megin við fjörðin, tæp 1000 m fjall. En skil þig samt með að þykja vænt um fjöllin. Var einmitt í miklum samræðum við pabba í gær,  hann var svo hneykslaður að ég vissi ekki alveg hvað öll fjöllin hérna í kring um Fjörðin fagra heita  og var svo í dag í Oddskarði og þá var einmitt verið að pæla í því hvaða fjall væri Magnúsartindur, ég og fleiri bentum á ákveðið fjall - en svo kom í ljós að við höfðum rangt fyrir okkur, þetta var víst Goðatindur sem við héldum vera Magnúsartind - en ég vissi þó hvar Magnúsarskarð er og Oddsskarð líka  = Austfirsku alparnir

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:40

11 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Guðný Anna. Hólmatindur eða Esjan???????

Grétar Rögnvarsson, 13.4.2008 kl. 21:50

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið er gott að þið skiljið svona persónulegt samband við fjall. Ég er fjöllynd í fjalla-ástarmálum og á líka kærasta og kærustur fyrir austan og úti í Colorado. Ekki segja.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.4.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband