Sunnudagur, 30.3.2008
Dásamlegt, öðruvísi sallat
Marinerað salat með tamari fræjum
1 brokkolíhaus
1 rauð paprika
½ búnt ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja eða dill eða basil eða kóríander
safinn úr 1-2 sítrónum
½ dl kaldpressuð lífræn ólífuolía
1 msk tamarisósa
1 poki klettasalat
Skerið brokkolíið í litla bita og setjið í skál. Skerið paprikuna í 1x1cm bita og setjið útí (það er líka hægt að setja paprikubitana í 10 mín undir grillið .. og síðan útí skálina). Kreistið sítrónuna og hellið yfir skálina, hellið ólífuolíunni útá ásamt tamarisósunni og blandið vel saman. Saxið fersku kryddjurtirnar og setjið útí. Blandið öllu vel saman og látið standa í a.m.k. 10 mín. Setjið klettasalatið útí rétt áður en borið er fram. Þetta salat er alveg frábært með kjöt-, fisk- eða grænmetisréttum og mjög gott að setja tamarífræ útá:
Tamarifræ:
2 dl lífræn sólblómafræ
3-4 msk tamarisósa
1 msk agavesýróp (ef vill)
Hitið ofninn í 200°C, setjið sólblómafræin í ofnskúffu og látið bakast í rúmlega 5 mín. Takið þá skúffuna út og hellið yfir tamarísósunni og agavesýrópinu (má sleppa því) og hrærið vel saman og bakið áfram í 3-5 mín. Frábært er að gera stóran skammt af þessu og eiga til að hafa útá sallöt, ofnrétti og sem snakk.
(Uppskriftin er frá Sollu í Himneskri hollustu )
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
mmmm þetta hljómar vel, takk :)
Marta B Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 12:21
Takk fyrir mig.
Svava frá Strandbergi , 30.3.2008 kl. 16:29
... rosalega flókið og ég sem er svo einfaldur... "kaldpressu lífræn ólífuolía"... svakalegt...
Brattur, 30.3.2008 kl. 23:16
Brattur, ég skal senda þér einfaldaðri útgáfu. Simple minds, great wisdom.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.3.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.