Föstudagur, 28.3.2008
Mín fjöll
Mín fjöll eru blá
mín fjöll eru hvít
lífsins fjöll
við dauðans haf.
Mín fjöll
eru sannleikans fjöll
blátt grjót
hvítur snjór.
Mín fjöll standa
þegar lygin hrynur
mín bláu fjöll
mín hvítu fjöll.
Getraun dagsins: Eftir hvern er þetta ljóð?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Er þetta eftir Arnþórsdóttur Eskfirðing!
Sem minnir mig á að ég þarf að tala við frænku á firðinum eina fagra.
www.zordis.com, 28.3.2008 kl. 22:32
... sammála síðasta ræðumanni... ljóðið er eftir G.A. Arnþórsdóttur... ekki spurning!... gott ljóð... mikið innihald...
Brattur, 28.3.2008 kl. 22:47
Elskurnar mínar, takk fyrir, ég hneigi mig hægversklega - en ljóð þetta er eftir Jóhannes úr Kötlum og eitt af mínum uppáhaldsljóðum. Einmitt svo sneisafullt hið ytra og innra.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 15:51
Mín fjöll eru nú bara dalir.
En það er nú annað mál.
Vilhelmina af Ugglas, 29.3.2008 kl. 21:08
Ekki hafði ég nú hugmynd um hvaðan ljóðið kom en veit sko alveg hvaðan myndirnar eru
Bjarney Hallgrímsdóttir, 29.3.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.