Mánudagur, 10.3.2008
La Traviata (hin fallna kona)
Er komin heim og meira að segja búin að sjá La Traviata eftir Verdi. Það er ótrúlegt að geta viðhaft svona uppfærslu á ófullkomnu sviði Íslensku Óperunnar í Gamla Bíói. Tæknileg atriði voru framkvæmd af einstakri snilld og leikgleði.
Sigrún Pálmadóttir syngur vel og er sæt á sviðinu, en Tómas Tómasson var þó stjarna sýningarinnar, að mínu mati. Hvílík rödd, hvílík túlkun.
Hins vegar höfða óperur aldrei til mín, en mörg ein arían og margur einn dúettinn vekja sæluhroll og háleitar hugsanir.
Það þarf hins vegar ekkert að hafa allt þetta tilstand í kringum það.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þvílík veisla og herlegheit hjá þér kona
velkomin á klakann!
www.zordis.com, 10.3.2008 kl. 18:50
Ohhh....ég elska óperur og allan klassískan söng. Það er nú alveg ótrúlegt hvað íslenska óperan getur verið með flottar uppfærslur þrátt fyrir fremur "þreytt" svið:)
Berta María Hreinsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:41
Frænka mín, býða þér að koma til okkar og skoða uppfærslu á diskum sem ég keypti í Berlín, og þá aðallega útaf sviðsmyndinni þar. Er svo innilega sámmála, að það þarf ekki allt þetta tilstand............
Sólveig Hannesdóttir, 11.3.2008 kl. 10:28
Ég sjálf er orðin soldið þreytt á leikmyndum sem eru ofhlaðanar, einhver tímaskekkja í því.
Sólveig Hannesdóttir, 11.3.2008 kl. 10:29
Einmitt. Ég þigg með þökkum útfærslu á DVD í Kópó, Solla mín. Berta, þú þarft endilega að sjá La Traviata, ef þú ert hrifin af óperusöng, þetta er svo gullfalleg músíkk.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.