Sleðaferðin

42-16702355   

Maður sest í vagn sem tveir hestar eru spenntir fyrir. Sex farþegar geta setið í hverjum vagni. Þeir fá teppi yfir sig, þar sem úti er 12 gráðu frost sem bítur fast í kinnar. Það er lognríkt kvöld og snjór liggur eins og ábreiða yfir öllu. Grenitrén svigna undan þunga snjósins. Það er lítið um götulýsingar hér í Austurríki svo að einungis er stuðst við stjörnubjartan himininn og tunglið.  Hestarnir svífa af stað og það klingir í bjöllum. Þetta er eins og ævintrýri. Narnia heyrist nefnd. Á köflum er farið um þrönga skógarstíga utaní brattri hlíð og manni finnst að vagninn sé um það bil að skrölta útaf. Maður horfir niður þverhníptar brekkur og hugsar, æ guð, gerðu það, láttu okkur tolla á stígnum. Liggur við að maður verði aftur tíu ára og bæti við eins og þá: þá skal ég alltaf vera þæg og góð. Óneitanlega verður maður hugsað til Önnu Karenínu og samtíðarfólks hennar, sem ferðaðist svona dag eftir dag, í öllum veðrum.  Nú, allt í einu er komið á áfangastað. Það er fjós og hlaða uppi fjalli, hvar klambrað hefur verið upp hljómsveitarpalli og bar. Austurrísk fjallamúsíkk og fljótandi bjór og glüwein, ásamt hráskinku, lauk og brauði.  Sungið og trallað. Heim aftur. Að þessu sinni er ferðin mun hættuminni og maður lætur guð eiginlega alveg í friði.

Fegurð, fögnuður, frost, funi, fákar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Almáttugur....... svo fallegt... hvar í veröldinni er konan stödd....... hljómar eins og sannkallaður ævintýrastaður...... njóttu vel.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.3.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tek undir með Fanney........

Njóttu

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ekkert smá rómó.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 8.3.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta var í Austurríki. Alger upplifun...mæli með þessu, ef þið smellið ykkur í Aplana.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband