Kláfurinn

panorama_winter  arlberg

Það er merkilegt að fara inní svona hylki sem flytur mann uppí fjallið og kallast kláfur.

Maður stígur inn og hurðin lokast. Það dettur á dúnalogn og skyndilega heyrir maður næstum ekkert.

Hylkið svífur áfram eins og fyrir töfra og dinglar vinalega í loftinu.

Maður grípur andann á lofti og getur ekki annað.

Langt, langt fyrir neðan mann eru stofnar afhogginna trjáa, fólk að skíða, há tré, stólalyfta, og inni er þögn..þögn.

Næstum eins og maður sé dáínn – útí bláinn.

Ég er alveg til í að fara nokkrar ferðir í viðbót.

Þetta er ávanabindandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég myndi aldrei þora að fara í svona, ég er svo lofthrædd.

Linda litla, 7.3.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Endur fyrir löngu fór ég með frænku mína, sem þá átti heima á Eskifirði, í Parisarhjól Tívolís. Hún hefur ekki beðið þess bætur........Eiginlega heur alltaf stórséð á henni síðan.....

Sólveig Hannesdóttir, 8.3.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Óguð, minnug Paradísarhjólsferðar minnar í Tívolí, þegar ég dó Drottni mínum úr hræðslu, hélt ég að ég myndi ekki hafa það af í kláfinn. EN, svona nær skynsemin yfirhöndinni yfir fóbíunni, þegar líður á ævina ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband