Föstudagur, 7.3.2008
Kláfurinn


Það er merkilegt að fara inní svona hylki sem flytur mann uppí fjallið og kallast kláfur.
Maður stígur inn og hurðin lokast. Það dettur á dúnalogn og skyndilega heyrir maður næstum ekkert.
Hylkið svífur áfram eins og fyrir töfra og dinglar vinalega í loftinu.
Maður grípur andann á lofti og getur ekki annað.
Langt, langt fyrir neðan mann eru stofnar afhogginna trjáa, fólk að skíða, há tré, stólalyfta, og inni er þögn..þögn.
Næstum eins og maður sé dáínn útí bláinn.
Ég er alveg til í að fara nokkrar ferðir í viðbót.
Þetta er ávanabindandi.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Ég myndi aldrei þora að fara í svona, ég er svo lofthrædd.
Linda litla, 7.3.2008 kl. 14:00
Endur fyrir löngu fór ég með frænku mína, sem þá átti heima á Eskifirði, í Parisarhjól Tívolís. Hún hefur ekki beðið þess bætur........Eiginlega heur alltaf stórséð á henni síðan.....
Sólveig Hannesdóttir, 8.3.2008 kl. 17:44
Óguð, minnug Paradísarhjólsferðar minnar í Tívolí, þegar ég dó Drottni mínum úr hræðslu, hélt ég að ég myndi ekki hafa það af í kláfinn. EN, svona nær skynsemin yfirhöndinni yfir fóbíunni, þegar líður á ævina ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.