Miðvikudagur, 20.2.2008
Svona er það nú
Blóm, krem, ilmur .....
Þægindi, hvítt, straujað lín ....
Og frammi bíður mikið af öllu,
fyrirheit í bolla, bók að kíkja í, skreyttar kökur, box að kíkja í, ljóð að yrkja.
Bíður það ekki annars örugglega?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Jú, það bíður eftir að þú sért tilbúin að nýta þér það. Blúndukveðjur í bæinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 23:05
Ohhh! ég fylllist löngun í blúndur, pífur og annað dúllerí við að lesa þessa færslu. Hafðu það gott Guðný mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:31
Það bíður alltaf ljóð handan við hornið.......
Eigðu góðan dag!
Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 10:52
Ný straujað lín er best...og ég sé það núna að það er tími til kominn að skipta á rúmunum, hengja út og strauja, borða ostakökuna í ískápnum og kíkja í bollann sem stendur á haus á eldavélarhellunni. Ætla að hugsa um þetta á ljóðrænan hátt meðan ég les meira í Brandara Milan Kundera. Vona að kaffidroparnir liggi fallega í bollanum og gefi heit fyrirheit...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2008 kl. 12:00
Núna langar mig í heitt og froðumikið bað, hlusta á góða tóna og láta mér líða vel!
Ég er alveg viss um að allt sem þú óskar bíður þín af mikill lund!
www.zordis.com, 21.2.2008 kl. 14:17
Myndir sem minna mig á Kristjönu Markúsdóttur, hún var fyrsta blúndan sem ég kynntist.
Sólveig Hannesdóttir, 21.2.2008 kl. 15:56
Ég er greinilega af góðum og gegnum blúnduættum .... ekki amalegt. Takk fyrir góðar kveðjur, elskulegu kvinnur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.