Fimmtudagur, 7.2.2008
Svona er nú það
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þessir fimu fætur hafa djöfullegan blæ yfir sér!
Lao Tzu er góður og sannur!
www.zordis.com, 7.2.2008 kl. 23:12
Tell what? how bad it is beeing a woman. Or how utterly exciting it is to have to were these socks. ??
Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:55
Hvað sem öllu líður þá er þarna eitthvert undarlegt gegnsæi og kannski einmitt aðeins á valdi þess sem veit og mun aldrei segja. Kannski munu einhverjir bara fæðast í spariskónum í framtíðinni, svona sparifólk. Þetta minnir mig samt á gamla skósmiðinn heima (af því að þetta er mynd hér hjá þér), en ég man ekki hvað hann hét. Þeir voru nú ekki aldeilis gegnsæir skórnir hans, eða svörtu gúmmítútturnar.
Skrifa þér fljótlega línur. Sá að komið er nýtt kaffihús í stað Súfista. Ég ætla að kíkja á það um helgina og ,,smessa" þá á þig. Ástarkveðja til þín elsku vinkona.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 00:05
Guðný þú hefur svo gaman að færeysku hér er góð síða til að lesa http://portal.fo/?lg=46940 og gaman væri nú að fá eina vísu frá Unni á færeysku.
Grétar Rögnvarsson, 9.2.2008 kl. 00:53
Eitthvað ógnvænlegt við þessa fætur!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 10:47
Fætur: Kúgun kvenna getur tekið á sig ýmsar myndir, svo mikið er víst.
Lao Tzu: Já, krakkar mínir. Spekin þegir oft, og svo bylur hátt í tómri tunnu. Ekki satt?
Fór inná þessa síðu, Grétar, og er búin að setja hana í favorites, hvílík snilld. Ég þarf að fara að koma mér til Færeyja. Ég elska nefnilega líka færeyskan bókmenntir og sú littla færeyska myndlist sem ég hef kynnt mér, þykir mér afar áhugaverð. Takk fyrir þetta, sveitungi.
Man líka eftir skósmiðnum heima, hvað hét hann nú aftur? Það var Brynjólfur sem var með bókabúðina (áður en pabbi tók við henni), en hvernig var þetta með skólsmiðinn? Ég er með óljósa mynd í huganum. Hvar var hann staðsettur?
Mér líst vel á Súfistapælingar - ég mun halda áfram að kalla Te-og-kaffi rými M&M Súfista...! Oh, hvað við skulum nú þamba margan kaffistampinn þar ...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:12
Þetta er frábært ... flottir fætur. :) Það þarf að þjást til að vera fallegur, segir franskur málsháttur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:26
Flott mynd og skemmtileg speki.
Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:43
Ég held að skósmiðurinn hafi átt heima í Múla, man ekki hvað hann heitir, en það muna örugglega eldri Eskfirðingar, já þetta er fín síða, það er gott að koma til Færeyja kem þangað yfirleitt nokkrum sinnum ári til að losa afla eða í brælum, hef skoðað þjóðminjasafnið þeirra, mjög athyglisvert, nýlega búinn að lesa ævisögu Æler Jakobsen en hann var stórútgerðamaður í Færeyjum, mjög skemmtileg lesning þar sem saga Færeyja kemur mikið við sögu.
Grétar Rögnvarsson, 10.2.2008 kl. 20:47
Frábært
Marta B Helgadóttir, 10.2.2008 kl. 22:34
Ója, fegurð er þjáning, allavega eftir tvítugt. Fram að því er hún meira eða minna ómeðvituð og því ekki þjáning.
Grétar, nú man ég þetta: Eiki var skósmiður þorpsins. Konan hans hét Inga og þau bjuggu í Múla, semsé, sem var alveg við ána. Eiki og Inga í Múla. Elskuleg hjón. Þau voru amma og afi Eiríks Jónssonar blaðamanns.
Ég reyni að útvega mér þessa ævisögu, mér gengur oft illa að verða mér úti um færeyskar bækur. Norræna Húsið hefur reynst mér betri en enginn .. ekkert ( skrýtið að segja svona um hús .... ) í þeim efnum.
Takk fyrir kommentin, bloggvinir góðir, bloggsins skart.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:28
Jú jú þetta er alveg hárrétt rifjast upp fyrir mér þó svo að ég muni ekki eftir þessu fólki, einmitt Eiríkur fréttamaður er barnabarn þeirra. Væri nú ekki mál að koma þessum bókum til þín, held að þú búir í næsta húsi við dóttur mína, kem þar nú oft og af og til færandi tros frá Eskifirði.
Grétar Rögnvarsson, 11.2.2008 kl. 16:26
Vertu ævinlega velkominn Grétar og takk fyrir að hugsa til mín og Færeyjaáhuga míns!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.