Þriðjudagur, 29.1.2008
So ....
Mér er annt um blúndur. Ég dýrka þvott á snúrum. Fátt er mér hugleiknara en bakki með kaffi og kökum. Bækur eru bestar. Rigmor Hanson kjólarnir standa alltaf fyrir sínu. Hver var að tala um fjöldamorð?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þetta er krútt færsla. Takk og kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:51
Fátt betra en ilmur af hreinum þvotti eftir brakandi þurrk .... knús á þig ljúfa kona!
www.zordis.com, 29.1.2008 kl. 22:19
Góð kona sagði mér fyrir mörgum árum, að hún sláttur húsmóðurhjartans væri hvað sterkastur þegar þvottur hennar héngi úti á snúru í brakandi íslenskum þurrki. Mér fannst þetta alltaf óskaplegt vesen að hengja út. Eitthvað annað er í gangi til dæmis í Feneyjum eða Lissabon gömlu, þar virðist mér þetta vera nokkurskonar samskiptamál, talað er saman milli húsa, meðan hengt er út, og jafnvel liggur einnig í því að "Vera fyrstur með fréttirnar"! dettur það svona í hug.
Sólveig Hannesdóttir, 30.1.2008 kl. 19:28
Yndislega sæt færsla sæta kona. Takk fyrir mig.
Marta B Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 23:57
Frábært nesti inn í daginn.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:14
Svo "guðnýönnuleg" færsla......
... góða helgi....
Fanney Björg Karlsdóttir, 1.2.2008 kl. 09:18
Ég hef ekki hengt þvott á útisnúru í mörg ár, og verð að segja að ég sakna þess. Fátt yndislegra en að taka inn dúnmjúkan þvott, angandi af sumardegi...
Bakki með kaffi og kökum er líka alltaf mjög kósý, ekki síst ef góð bók er í sjónmáli, hvað þá að ef konan er íklædd dúllulegum blúndukjól (sem reyndar gerist aldrei núorðið)...draumalönd...
Fjarri veraldar vonsku.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 13:20
æ, svo sætt
svo mikið krútt færsla
Bara svona smá annað innlegg, ég nota sko mikið útisnúrur hér í firðinum fagra...og síðast í fyrradag var allt tekið af rúmum, sett í vél og út á snúru og guð, það var æði að skríða undir sæng þá um kvöldið...já, það er margt fallegt í henni veru...oft hlutir sem við pælum ekkert í...en eftir þessa færslu þína, það fær mann til að hugsa ´smá
knús úr firðinum fagra, þar sem allt er á kaf í snjó núna...og ég elska það, eitt af undrunum...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 2.2.2008 kl. 00:16
Það fer að koma tími á ljósmyndasýningu!
Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 11:45
Ég var á dansnámskeiði hjá Rigmor Hansen þegar ég var barn. Seinna sýndi fyrsti strákurunn sem ég var með á föstu í tvö ár, twist, með Rigmor Hansen. Hann var svo sætur alveg ofsalega líkur Sean Connery.
Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 14:36
Takk fyrir þetta. Verst með þvottinn og snúrurnar í íslenskri vætutíð. Þá er maður hlaupandi með þvottinn, ýmst að ná þurrki eða forða frá vætu - en samt einhverjir töfrar í gangi. Það skipti miklu máli hvernig maður hengdi út og ekki mátti hengja á víxl hvítan þvott og litaðan. Það var nú bara ærumissir. Hvítur þvottur varð líka að vera hvítur og var settur í klór eða bleyti til að viðhalda litnum. Þvotturinn sýndi svo margt. Hann var saga hverrar fjölskyldu. Hvaða föt voru til á heimilinu, hvernig rúmföt o.s.frv. Sumir voru snillingar að lesa í þvott, þetta var gluggi útávið sem allir gátu kíkt inn um. Fallegar sunnudagsbollukveðjur elsku vinkona.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:01
Já, analysa á þvotti á snúru og félagsfræðilegar, jafnvel sálfræðilegar ályktanir = stórmerkilegt!! Rigmar var krútt dauðans og skrollaði alveg óforbetranlega. Ég man marsinn við lagið yfir Kwai-brúna (hét það annars ekki það..?) og að ég dansaði alltaf við Helga Dúddu þar til Berta tók hann frá mér. Þau eru ennþá gíft. Rigmor er eina manneskjan sem hefur lamið mig á ævinni; - á hnéð þegar ég ruglaðist á fótum..... Takk fyrir öll skemmtilegu kommentin, bloggvinir kærir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:32
ertu hætt að blogga... hmm... "Krútt dauðans" ... skemmtilega orðað...
Brattur, 4.2.2008 kl. 20:10
Leit við til að bolla þig bara svona pínu oggo lítið
Marta B Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 23:32
þetta er allt svo sætt eitthvað...hjá þér !!!
Hdora, 7.2.2008 kl. 01:14
Ég hef eiginlega bara ekki tíma til að blogga, það er svo margt sem þessi blessaði sólarhringur þarf að innibera. Eins og til dæmis þá hundleiðinlegu staðreynd að missa meðvitund í eina 4 -7 tíma, eftir efnum og ástæðum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:10
Þetta finnst mér dásamlega skemmtilega samsett.
Já, er það ekki vemmilegt að hafa ekki meiri tíma aflögu í sólarhringnum.
Kveðja. Erla
Erla (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.