Mánudagur, 14.1.2008
Árgangur # 1
Í HA með Dr. Sigríði Halldórsdóttir
Einhver hefur kannski hugsað: guð, hvað hún hefur nú hvítar tennur hún GAA, þó hún sé annars orðin gömul og grá, greyið. Samt held ég ekki.
Einhver hefur kannski hugsað: mikið ansi er hún nú útitekin hún GAA, þó .... og svo framvegis. Samt held ég ekki.
Það munaði ansi miklu að hafa pantað tíma í hand - og fót, hvað þá gert situps .... eða þannig.
Ég hlustaði aldrei á iPodinn.... Til þess var alltof mikið úrval af skemmtilegum viðmælendum.
Aðalatriðið er: Þetta var einstaklega skemmtilegt ferðalag til Akureyrar í sérdeilis skemmtilegum og vandræðalausum hópi. Akureyri tók á móti okkur í átta stiga frosti og snjóhvítri vetrarstillu. Við týmdum varla að tala, eins og við annars höfum nú gaman af því, - til að trufla ekki kyrrðina. Vaðlaheiðin vinkaði og Kaldbakur kinkaði kolli. Pollurinn var pollrólegur. Magga P tók á móti okkur. Við heimsóttum FSA, Verkmenntaskólann og Háskólann, Gistiheimilið AkurInn, Strikið veitingahús (top floooooor), Bláu könnuna og Pennann. Hefðum farið á Listasafn Akureyrar ef það hefði verið opið. Hlógum mikið, rifjuðum upp forna atburði, bárum saman fagleg hugðarefni, borðuðum óendanlega góðan mat, drukkum rauðvín frá Chile. Og skoðuðum mynda-albúm síðan í árdaga, er við vorum ungar og efnilegar, að byrja í háskóla, hefja mannkynsfjölgun og stofna hátimbruð félög af metnaði og mannkærleika, skemmta okkur með vinum okkar og njóta lífsins. Við höfum þetta (næstum) allt á valdi okkar ennþá.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Til hamingju Guðny Anna mín....
ps. Geturðu gefið mér afganginn af tannhvíttikreminu, þeas ef þú hefur ekki lánað öllum hinum..
Sólveig Hannesdóttir, 14.1.2008 kl. 23:24
Þetta hefur verið yndislegasta ferð í æðislegum hóp! Knús inn í daginn.
www.zordis.com, 15.1.2008 kl. 10:23
Frábært að þetta lukkaðist svona vel. Eigðu góða viku.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:25
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:49
gaman þegar það er gaman....
BlessYou
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:21
Elska Akureyri.
Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 23:30
Hafdu tad sem allra best.
Bestu kvedjur.
Jens Sigurjónsson, 19.1.2008 kl. 16:53
Þetta hefur verið frábær ferð. Alltaf gaman að koma til Akureyrar bara eitt og sér.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.