Föstudagur, 11.1.2008
Kannski bara?
Þegar maður er farinn eftir langt hlé að:
- nota tannhvíttiefni
- bera á sig brúnkukrem
- panta tíma í hand og fótsnyrtingu
- gera fimmtíu situps alla mogna
- hlaða iPodinn með Chopin og Blonde Redhead
þá hlýtur maður að vera að öðlast lífsgleði.
Þá er ekki öll von úti í huga manns.Eða hvað?
Kannski er maður bara að fara til Akureyrar með útskriftarárgangi sínum úr H.Í.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Vildi ég gæti notað hvítuefni, þarf ekki brúnkukremið, elska að fara í svona dekur...hand, fót eða hvað sem er elska svona káf! Nú ég keypti mér disk með Mariu Callas og er að drepa alla en hvað um það
Lífið bara gott!
www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 21:10
Ég næ 50% í getrauninni,
Keypti tannhvíttikrem en gleymdi því í kjötbúð, þori ekki að rukka um það.
Deginum áður var ég alvarlega farin að láta mér detta íhug, hvort ég ætti að fara í ljós.
Einmitt þann dag kom ég auga á hversu ómöguleg ég var til handa og fóta
Hef ekki hugmynd
, næsta líka
Sólveig Hannesdóttir, 11.1.2008 kl. 22:20
Er þetta nokkuð skylt kaffiprófinu frænka mín???
En hafðu það gott fyrir norðan...
Sólveig Hannesdóttir, 11.1.2008 kl. 22:23
Bara drífa sig norður og sleppa öllum kremum og hvíttefni, þú ert flott svona,
Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 23:06
Tjah! Konan á myndinni lítur ekki út fyrir að þjást af lífsleiða.....
....og mikið er hún í fallegri peysu og flott á henni hárið!!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 09:55
þú ert flottust og þarft ekkert á þessum aukaefnum að halda.... haltu bara áfram að vera þú og þá er okkur hinum borgið....... þú yndislega kona.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 12.1.2008 kl. 18:41
Með eina stíftönn sem aflitast ekki með hinum er hvíttuefnið út úr mínum bókum, ég er rauð í framan og með illa skreytta fætur og nagaðar neglur..ekki þó táneglur þó ég sé það liðug að ég gæti það ef ég vildi. Samt alveg að drepast úr lífsgleði og innri hamingju þessa dagana. Þú ert bara flott og frábær hvort sem þú ert í Reykjavík eða Akureyri..knús mús.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 22:05
Ég er viss um að þú ert komin aftur endurnærð og eitt er víst að hvorki þarftu brúnkukrem, tannhvítiefni né annað því ÞÚ ERT FRÁBÆR, falleg og prýðin ein að utan sem innan. Myndin er falleg.
Já. Daginn lengir, lífsgleðin eykst og vonir vakna með hverjum sólargeisla.
Kærleikskveðjur elsku vinkona.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:24
hafði gott kvöld
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 21:24
Ehemm, elskurnar mínar, jammmmmm, þetta var ekki meint þannig að ég væri gersneydd allri lífsgleði svosem....EN, þegar maður fer að pjattast og reyna að endurbæta guðsgjafirnar = ýkja það sem er næstum gott og draga úr hinu sem er ekki eins gott (gulum tönnum og hvítri húð)...þá er það hugsanlega merki um að lífsgleðin fari vaxandi. Það var ógnar og skelfing gaman á Akureyri í þessum frábæra hópi ..... more later. Takk fyrir jákvæðu strokurnar, elskurnar mínar. Maður lifnar alltaf pínulítið og hýrist há, þegar maður fær svoleiðis. Respect & love to you!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.1.2008 kl. 22:48
Mesta fegurðin kemur nú að innan tek undir það en... það er hins vegar bara hressandi að stjana svolítið við sig því þá er maður að næra sig líkamlega eins og maður nærir sig andlega við það að stunda t.d. hugleiðslu. Það sýnir bara að maður hefur réttu forgangsröðina og kann að setja sjálfan sig fremst í forgang með því að gera sig sætan og fínan og dekra við sig
. Með því að "sjæna" sig svona verður maður eins og fallegasti gjafapappír með borða en auðvitað skiptir mestu máli hvað er innan í pakkanum þegar öllu er á botninn hvolft ...en fyrir mann sjálfan er gaman að vera í fallegum umbúðum með rauða slaufu
. Gleðilegt nýtt ár!
Kristbjörg Þórisdóttir, 14.1.2008 kl. 00:08
Já, sumir endurfundir kalla á meiri viðbúnað en aðrir.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:34
Þú ert flott
og haltu því áfram... og að sjálfsögðu notar maður tæknina, nema hvað 
Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.1.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.