Sálarnammi

AYP1204216_T  SSI0017186_T  AYI0100040_T 

Þó að lífið snúist um tónleika, kaffiboð, matarveislur, hittinga, fótsnyrtingar og jólagjafakaup þessa dagana, þá þarf líka að vökva hugann. Ég hef vökvað hann undanfarnar vikur með Bíbí hennar Vigdísar, Harðskafanum hans Arnaldar og Rimlum hugans hans Einars Más. Er svo að byrja á Óreiðu á striganum hennar Kristínar Marju. Merkilegt hvað maður ávarpar þessa höfunda kumpánlega, svona á síðkvöldi og þó ekki svo merkilegt þegar á það er litið, að þeir hafa verið samtíða manni í vöku og draumi um skeið. Þessar bækur eru allar ágæt lesning, einkum og sér í lagi bernskukaflinn í Bíbí, sem er svífandi snilld. Engin þeirra lauk þó upp augum mínum fyrir nýjum sannindum, ellegar setti þekkta reynslu og teikn í nýtt samhengi. Ég bíð eftir að Jón Kalmann geri það og svo auðvitað Kristín Marja. Nú myndi ég hella mér í Óreiðuna ef ég þyrfti ekki að vakna eldsnemma. Vinnan slítur daginn alltaf doldið í sundur. Ég ætla samt að handfjatla bókina aðeins og smjatta á fyrstu setningunum. Nammi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ohhh.... ég bæði öfunda.. þig ...og mig ...akkurat núna.... öfunda þig á því að hafa tíma til að lesa þessar bækur......af  því að þetta eru bækurnar með stóru Béi...... ég öfunda mig af því að ég á enn eftir að lesa og njóta þessara bóka.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.12.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jón Kalman  Ég ætla að geyma hann, eins og maður geymir beztu molana, þar til síðast!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: www.zordis.com

Vinnan slítur daginn   það má nú segja!

Mig langar svo að lesa Önnu frá Stóruborg e. Jón Trausta ... er með bók e. Yrsu á náttborðinu ... var að uppgötva lestraráhugann í vetur svo það er margt sálarnammið sem konan getur valið úr!

Jólaknús á þig "gæskan" ....

www.zordis.com, 19.12.2007 kl. 09:06

4 identicon

Þú ert afkastamikil það verður ekki frá þér tekið elsku vinkona, ekki lengi að litlu.  Gaman að heyra álit þitt á þessum bókum sem eru hlaðnar stjörnum í blaðadómum. 

Nú er spurning um að gefa sér  tíma í jólagjöf og sjaldan sofna ég sætar en út frá lestri góðrar bókar.  Góðar stundir í vændum, það eitt er víst.

Jólalegt faðmlag þennan morgun sem er sá síðasti í vinnunni hjá mér fyrir jól. MMMMMMMMMMMMMM.  Lífið er bara yndislegt, njóttu þess í botn.

Þín vinkona

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlakka til að lesa allar þessar bækur og vonandi fleiri, hlakka mikið til að lesa Kristínu Marju. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, stelpur mínar, lífið er leyndardómur og hver og ein bók er það líka - yfirleitt!

Elsku Unna mín; ég þyrfti sko að vera miklu afkastameiri... !!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.12.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að fá álit þitt á þessum bókum frábæra kona.  Segi eins og Hrönn, ætla að geyma mér Jón Kalman... 

Takk fyrir mig 

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla. Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 17:50

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól mín kæra og hafðu það sem allra best  3D Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:26

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól og skemmtu þér vel yfir bókunum um jólin.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:39

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gleðilega hátíð mín kæra..ég krosslegg fingur og vonast eftir bók í pakka um jól. Er búin með Hrðskafann og Þriðja tákn Yrsu og horfi með allt öðrum augum á háskólann núna í hvert sinn sem ég keyri framhjá. Eitthvað stórskemmtilegt við íslenska krimma með  íslenskum staðsetningum og íslenskum kennileitum.

Njóttu  jólanna og bókanna og takk fyrir frábæra og gefandi bloggvináttu.

Jólaknús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.12.2007 kl. 12:17

13 Smámynd: Brattur

Gleðileg jól og takk fyrir uppörvandi komment á árinu...

Brattur, 23.12.2007 kl. 23:40

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nú er ég loks byrjuð að geta lesið aftur. Hélt ég væri búin með kvótan. Ég er að lesa Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason. Svo óska ég þér bara gleðilegra jóla bloggvinkona og gæfuríks nýs árs.

Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband