Sunnudagur, 16.12.2007
Skrafað við vin
Ég látti fiskinn allan oní vasana mína
Ha, af hverju?
Aþþí bara hann var ógissla vondur
Hvernig gastu það og látið engan sjá?
Ég ger´ða bara þegar fullorðinna fólkið var að tala
Og allir héldu að þú værir búinn með matinn allt í einu?
Já, þá fékk ég nefnilega ís með karmulu
En hvað gerðirðu svo við fiskinn í vösunum?
Ég látti bara buxurnar í þvottavélina hennar mömmu
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Er eitthvað eðlilegra í lífinu en akkúrat það eðlislæga!
Jólaknúss
www.zordis.com, 16.12.2007 kl. 23:55
þær eru svo yndislegar þessa sögur af ykkur félögunum.......svo einlægar og sætar.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:04
Ó þessi ,,barnabrot" þín eru mitt uppáhald og í þeim liggur svo oft mikill sannleikur. Þetta brot þitt minnir mig á sögu um Nazareddinn sem var persóna í miklu uppáhaldi hjá mér í den. Manstu eftir henni? Óborganlegur tyrkneskur nískupúki?
Jólalegt faðmlag.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 01:35
Þessi vinur þinn kann greinilega að bjarga sér. Hann á eftir að verða góður.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.12.2007 kl. 08:07
Algjört uppáhald þegar þú skrafar við vin.
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 09:17
Sæl Guðný, skrafið þitt við vin er frábært, enda er þetta besta fólk í heimi. Já sundlaugar og fjöllin hér á Esk eru frábær, og ég skila kveðjunni til fjallanna, hef nú hitt nokkra útlendinga hér í sundi og þeim finnst tilkomumikið að hafa fjöllin til beggja handa þegar legið er í heitapotti eða svamlað í sundi, enda Hólmatindurinn tilkomumikill, eins og þú mannst, og þetta með sögurnar hans Eila er ekki best að taka þeim með varúð. Reyndar hitti ég þig á árgangsmótinu hjá '51 ´52 og ´53 man að ég var nú svolítinn tíma að skýra það fyrir þér hver ég væri, en þú kveiktir nú þegar ég sagði þér að fósturafi minn hefði verið Ragnar Sigtryggsson sem vann svo lengi hjá pabba þínum. Alveg sammála með sósurnar þetta getur allt farið í rugl ef fordrykkir eru of margir, en alltaf jafn gaman þegar á stendur en kannski ekki alveg eins daginn eftir
Hvað um það. bestu kveðjur frá sundlauga og fjallafólkinu að austan. Grétar
Grétar Rögnvarsson, 17.12.2007 kl. 10:27
Takk kveðjur. Hversu gamall er vinurinn þinn.
Sólveig Hannesdóttir, 17.12.2007 kl. 17:27
Æ, krúttlegt
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 19:00
Já, Nazareddin, hann brást ekki. Hann Ragnar Sigtryggs var bezti vinur minn ásamt Inga Hávarðar og Baldri í Steinholti. Þeir voru sko í mínum innsta vinahring í mörg ár - og við þá átti ég margt eitt skrafið. - Vinur minn sem um ræðir á síðunni er 5 ára heimspekingur. - Ég má hafa mig alla við að skrifa í blokkina mína eftir að "við höfum fengið okkur að skrafa" eins og hann segir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:46
Þessi saga minnir mig á þegar ég var lítil og vinkona mín borðaði með okkur fjölskyldunn. Það var hafragrautur á borðum en ekki féll hann að smekk litlu vinkonunnar svo hún laumaði honum í vasa sína. Ég man alltaf hvað ég var hissa.
Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.