Sunnudagur, 9.12.2007
Aðventa
Hvernig mér, holdtekju lífsnautarinnar, hefur tekizt að koma í veg fyrir að ég næði áttatíu kílóum fyrir 10. desember, sýnir ekkert annað en járnvilja, hörku og einstakan karakterstyrk af minni hálfu. Om jeg må sige det selv. Nú eru að baki hvorki meira né minna en fimm aðventuveislur með matarglásum ógurlegum - og ómældri mæru. Aukinheldur nokkur kaffiboð, þar á meðal tvö með kakói og rjóma. Og er þá ótalin málverkasýningaropnun Katrínar með kakói, rjóma og kökum. Ég bakaði eina sort (haframjöls/kókos/sjokko) um daginn, aðallega til að geta sagt að ég hefði bakað og til að fá lykt í húsið. Af fjörutíu kökum, sem út úr uppskriftinni komu, át bakarinn sjálfur þrjátíu. Lyktin dugði í einar tíu mínútur.
Af öllum þeim matarsortum sem ég hef komist í tæri við undanfarnar veisluvikur, ber þessar hæst:
(1) Ofnbökuð kæfa Ólínu (heit lifrarkæfa sem hefur þau áhrif, að maður heyrir tónlist af himnum og gott ef ekki englaraddir). (2) Friggadellur Lone (algerlega harðbannað að kalla þetta kjötbollur, þetta eru hinar einu sönnu dönsku dellur, sem enginn getur gert nema að hann hafi drukkið danska móðurmjólk). (3) Kengúrukjöt á Silfri (Hótel Borg) (hér er um að ræða einstakt bragð og einstaka blöndu, sem er engu lík, nema ef vera skyldi kengúrukjöti). (4) Hafrakex Sólrúnar, með döðlu/súkkulaði/rjómamauki (frumlegt, bragðgott og frekar hollt, en einmitt þessvegna borðar maður gjarnan fimmfaldan skammt). (5) Reyktur silungur Elsu (þetta er ævintýralegur góður silungur, allt annað silungskyns verður hálf dapurt í samanburðinum).
Ó, guð, þakka þér fyrir allan matinn.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þú ert með þessi hörðu austfirsku gen, já! Ég þarf að finna mín til og ná mér niður fyrir 80 ....
Hlakka til að geta bollað einhvern á bolludaginn, ætla samt að njóta jólanna og þeirra veiga sem í boði verða hjá tengdó!
Svo er jólakötturinn einhversstaðar á ferðinni ....
www.zordis.com, 9.12.2007 kl. 23:17
Já þau eru góð þessi austfirsku gen, pendúlinn minn stendur nú á 100 kg, og fer sjaldan undir tekur langan tíma að komast undir en miklu betur að komast yfir, í 20 ár hefur hann sveiflast þar um, og verður örugglega vel yfir á nýju ári
. Annars, sæl Guðný gaman að vera búin að rekast á þig og Unni hér, gamlar Eskifjarðar skutlur. Var að skoða aðalbloggsíðuna þína og sá þá að þú ert nágranni dóttur minnar, hún býr í sama hverfi og þú. Annars allt gott að frétta frá Eski, er enn með í maganum eftir jólahlaðborð á föstudagskvöld í Svartaskógi þar sem kennarar skólans og makar voru á ferð.
Njótum bara lífsins án mikillar samvisku, kveðja að austan Grétar.
Grétar Rögnvarsson, 10.12.2007 kl. 00:10
mmmmm hljómar himneskt!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 09:14
Frábært. En er það ekki franska aðferðin að njóta kræsingana´til fullnustu, án samviskubits, þá koma engin aukapund.
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2007 kl. 18:04
Ég verð að viðurkenna það, að ég hefi þurft að æfa mig á bakarofninum, það var enginn meðfylgjandi leiðarvísir, svo er hann líka digital. Svo þetta var svona viku byrjunarörðugleikar. Karlarnir og kerlingarnar brunnu, hér í miðju selskapi, en skammturinn var ríflegur. Gífurleg partý norðanhúss og sunnan, gestir þar af þrem kynstofnum. Hannes sonur minn hefur tekið góðan þátt í að raða í skúffurnar pottum og sleifum, mér skilst á honum að þetta hafi verið svona frekar forneskjulegt. Verst þótti mér að hann skildi vera að finna að handþeytaranum mínum. Kveðja.
Sólveig Hannesdóttir, 10.12.2007 kl. 21:40
Svona færslur gera mig hamingjusama. Ég er voða dugleg að detta ofan í uppskriftabækur þegar ég ætla að fara að baka og svo fer draumaveröldin af stað og þá skortir ekkert á imyndunaraflið. Það verða til tugir kaka sem svífa um í kollinum á mér á örskotsstundu. Mér nægir líka alveg ótrúlega að lesa fallegar lýsingar fólks á jólum sínum og veisluhöldum, veitingum og bakstri. Vandinn er bara sá að þegar gesti ber að garði þýðir lítið að bjóða þeim uppskriftabækur sem forrétt, aðalrétt og eftirrétt. En ég er nærri viss um að ég get satt einhverja á þessum ,,matarsortum" sem eru vægast sagt ,,gómsætar.
Já. Þú ert sönn hetja og átt alla mína aðdáun hvað einbeittan vilja þinn varðar.
Knús.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:37
það er svo notalegt í kringum jólin.
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 20:59
sko galdurinn er ...greinilega.... að njóta kræsinganna með bros á vör....ég ætla að prófa það....
knús.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2007 kl. 23:10
Hefði ekki átt að lesa þetta, nú langar mig í mat og mat og mat og meiri mat.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 23:50
Guð hvað ég öfunda þig. Ég elska silung, danska lifrarkæfu, heitt súkkulaði og kökur. Mig vantar aðventuboð.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:21
mmmmmmmmm hljómar dásamlega
Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 00:58
Við Svíar erum föst í Píetisma og afneitum öllum hedionistískum lífsgæðum
EN það er nú bara á yfirborðinu!
Lifðu heil og njóttu vel!
Vilhelmina af Ugglas, 13.12.2007 kl. 22:40
Bara svona að bjóða þér góðan dag, elsku vinkona.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.