Laugardagur, 17.11.2007
Fegin
Það er rigning í miðbænum.
Það er síðdegi.
Það er nóvember.
Ég horfi á litaskiptingu á brúnni yfir tjörnina.
Blár, fjólublár, gulur, grænn.
Yfir þessa brú hef ég gengið frá Glaumbæ í partý í Vesturbæ, ung, full, full af vonum.
Yfir þessa brú hef ég gengið með börnin mín á 17. júní.
Yfir þessa brú hef ég gengið fullorðin kona, á leið til einskins.
Eða svoleiðis einhhvurn-veginn.
Það er súrrelastístískt að aka þarna framhjá og horfa á brúna nóvembersíðdegi, í rigningu.
Og biskupinn gengur framhjá með regnhlíf. Einbeittur.
Í útvarpinu segir Broddi Broddason frá fjölda látinna í Indlandi.
Var það fellibylur, var það jarðskjálfti, var það byssuæði, var það .... hvað var það?
Heima bíður ofnréttur.
Hvað ég er fegin.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Biti getur bjargað lífi, tala nú ekki um ef það er girnilegur ofnréttur! Dásamlegar pælingar um brot af endurtekinni rás.
Knús og kærleikskrammmm .....
www.zordis.com, 17.11.2007 kl. 22:11
Það var fellibylur.....
Knús og kremja - svona af því að dagur íslenskrar tungu var í gær......
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2007 kl. 23:30
Þetta er svo fallegt, myndrænt ljóð. Það minnir mig á það þegar við kúrðum undir brúnni (heitir áin ekki Lambá?) og ætluðum að góma þjófa - leynifélagið. Manstu eftir því? Já. Heima, heim. Það er alltaf svo gott, er einmitt að baka bollur með morgunkaffinu.
Ástarkveðja inn í heiðskíran sunnudag.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 10:03
Vel skrifað. Eigðu góða viku framundan
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 00:10
Góður pistill snilldarkona
Marta B Helgadóttir, 19.11.2007 kl. 02:20
Gott ljóð og svo undarlega vill til að ég var einmitt að virða fyrir mér litaskiptinguna á brúnni um daginn og hún vakti hjá mér ofurlitla angurværð og ég fór að hugsa um fegurðina og hverju litirnir bættu við vatnið.
Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:22
Já fallegt hjá þér.
alva (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:21
Haltu áfram.
Sólveig Hannesdóttir, 19.11.2007 kl. 23:23
Jæja Guðny mín, hvaða dans á matrosafötum??? varst þú fædd þegar ég var í matrósakjólnum??? Kannske bara ennþá engill á himnum sem beið eftir jörðunni, en takk fyrir allar hlýju setningarnar.
Sólveig Hannesdóttir, 23.11.2007 kl. 11:38
krummaknús ....
Í kvöld fer ég í veislu, verð gestur á öðrum stað. Skil pensilinn eftir heima, sturta mig og greiði ....
Í kvöld hugsa ég til þín og skála í hjarta!
www.zordis.com, 24.11.2007 kl. 18:13
Lífið er ljúft.
"Hlustaðu á regnið, hlustaðu, það fellur þétt!"
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.11.2007 kl. 23:04
Bloggvinir fagrir, netsins skart!
Vitið hvað er gaman og gefandi?
Það er auðvitað svo margt, EN, ekki síst að reka hér inn nefið eftir langan tíma og sjá kommentin ykkar, upplifanir og hugsanir.
Það er gaman, það er frábært, það er ég þakklát fyrir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.11.2007 kl. 11:02
Bókaspjallið er komið í gang núna.
Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.