Fimmtudagur, 15.11.2007
Fimmtudagskvöldsös við kassann
Röðin var löng. Biðin ströng. Og fimmhundruð súkkulaðikaramellustangir í hillunum við kassana. Leið oss eigi í freistni og allt það. Einhver ropaði fyrir aftan. Upp gaus eitthvað í ætt við Þorláksmessuskötulykt. Krakki í röðinni við hliðina æpti án afláts og baðaði út fjórum útlimum, á köflum sýndist mér þeir fleiri. Konan sem keypti fimmtíu poka af kartöflum (ætlar sennilega að opna veitingahús á morgun) og var akkúrat fyrir framan mig, skrifaði ævisöguna á Visa-strimilinn. Hún þurfti m.a.s. að hugsa sig um milli nafna. Ætli hún hafi ekki heitið þremur nöfnum og tveimur eftirnöfnum með bandstriki á milli. Einsog þetta allt væri nú ekki nóg, gerðust þau ólíkindi, að ég missti allt úr pokanum mínum, í þann mund er ég vippaði honum hraustlega af stálborðinu. Pokinn þoldi ekki austfirsk átök og botninn gaf sig. Melónur, appelsínur, döðlupakkar og undanrenna dreifðust um forugt fordyrið. Austfirsk kona gat ekki still sig og sagði stundarhátt yfir mannfjöldann: "Andskotans helvíti." Þá sagði nærstödd frú með hneykslunarsvip: "Að hugsa sér, svona pen kona...." Ég hafði ekki einusinni húmor fyrir þessu og heimtaði nýjan poka, tuldraði um óvandaða pokagerð seinni ára og safnaði saman góssi mínu. Æddi svo örvita útí bílinn minn. Svona líka pen kona.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
ojoj, eins og það getur verið gaman að fylgjast með "svona fólki" er álíka leiðinlegt að vera "þetta fólk"
Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 22:25
"penir" austfirðingar ..... ég er nú ekki komin af neinni sérlegri pempíu að austan! Dásamlegt að eiga djúpt hljóð sem nær niður í rassgat! Og, vera ógisslega penn í "þokkabót"
Gæskan!
www.zordis.com, 15.11.2007 kl. 22:37
hmm... ég hefði nú allveg viljað vera fluga á vegg og fylgjast með þessum ósköpum......
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.11.2007 kl. 00:07
Já, ég þekki svona daga þegar pokar gefa sig, hurðir skella í andlitið á manni, þröskuldar ráðast á tærnar á manni og fleira og fleira.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:16
GAT MANNESKJAN EKKI HJ'ALPAÐ Þ'ER AÐ SETJA 'I POKANN; HVURSLAGS EIGINLEGA ER ÞETTA??????????????
Sólveig Hannesdóttir, 16.11.2007 kl. 19:26
"Andskotans helvíti" dásamlegt orð að puðra út úr sér stöku sinnum, kannast við þetta hahaha, skemmtileg lesning.
Alva Ævarsdóttir
alva (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:47
Marta B Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.