Laugardagur, 3.11.2007
Hugsun úr Vedabókunum
Eins og fljótin, sem í hafið streyma og
glata heiti sínu og lögun,
þannig sameinast vitur maður anda lífsins,
sem er stærri en hið stærsta.
Launviska Vedabóka - Mundaka Upanishad - 3. hluti, 2. kafli , 8. erindi (Sören Sörenson endursagði úr frummálinu)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Skemmtilegt hjá þér að koma með þetta. Gott mótvægi á móti öllum ritningum biblíunnar sem er verið að pexa um hér á blogginu. Þetta er djúpt og fallegt en samt einfalt. Takk
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.11.2007 kl. 01:08
Nefnilega!! Alltaf er maður að rembast við að halda heiti sínu og sérstöðu þegar frekar ætti að fljóta með. Hvort sem það er svo kostur eða ókostur.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 12:11
Þekkti Sören Sörensen. Afar skemmtilegur karl. Giftur vinkonu mömmu. Sátum mjög oft saman til borðs í matartímanum í gömlu Heilsuverndarstöðinni. Hann var á undan sinni samtíð hann Sören.
Sólveig Hannesdóttir, 4.11.2007 kl. 13:58
Akkúrat, konur. Sé að þið eruð djúpvitrar og skiljið sannleikann (eða námundun hans, held að hann sé ekki til......)
Sören var dásamlegur kall, ég vissi ekki að Perla hefði verið vinkonu Hönnu frænku, en gaman er að vita það. Ég átti mikil samskipti við hana þegar hún var skrifstofustjóri í Háskólanum og ég að kenna þar. Við urðum miklar vinkonur.
Mundaka Upanishad er einhver dýpsta viska sem ég hef lesið. Ég ráðlegg öllum að verða sér úti um þessa lesningu og pæla í henni. Ýmsilegt verður skýrara í heimsmynd manns og ef vel lætur, breytir þetta öllum manns viðhorfum og tengingum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.11.2007 kl. 15:04
Ég vissi ekki að Vedabækurnar hefðu verið þýddar á íslensku. Las ofurlítinn part af þeim einu sinni á ensku en þetta hvetur mig til að leita uppi meira.
Steingerður Steinarsdóttir, 4.11.2007 kl. 17:38
fallegt !
svo rétt
alheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 19:52
Yndisleg mynd svona til að taka með sér í rúmið. Þar glatar maður bæði heiti sínu og lögun. MMMMMMMMMMMM.
Hafðu það SVO gott elsku vinkona.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:26
Yndisleg speki, takk fyrir mig.
Svava frá Strandbergi , 5.11.2007 kl. 00:16
Alveg finnst mér þessi hugsun kristaltær þótt einhverntíma hefði ég ekki skilið hana. Einhverntíma talaði ég um súldardropann sem samlagast hafinu og hættir að verða til en verður allt hafið um leið. Minnir að það hafi verið sagan um berrasaða strákinn á fjallinu.
Takk fyrir að deila þessu mín kæra. Það er alltaf gleðiefni að kíkja í bloggkotið þitt. Þar eru kökur speki og heitt á könnunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 04:14
Eckhart Tolle vitnar einmitt mikið í Mundaka Upanishad. Það er maður, sem allir ættu að kynna sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 04:17
Akkúrat, kæru vinir. Þessi hugsun verður til að ýta undir tilvistarkreppuhugsun mína, sem fylgir rökleiðslunni um alheimsvitund og einstaklingsvitund. En hún er tær og skýr, ójá. Eckhart Tolle, ójá, allir ættu að lesa hans pælingar. - Hægt er að finna þýðingar Sörens Sörenssonar á Landsbókasafninu, en ég hef leitað þeirra á fornbókasölunum, en ekki fundið. Er á "biðlista", þ.e. verð látin vita, ef þau birtast.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.