Laugardagur, 3.11.2007
Lostæti fyrir lúið fólk
600 gr lamba filet, salt og pipar, blóðberg eða timian, smjör til steikingar, 11/2 stór græn epli (kjarnhreinsuð og rifin), 2 dl fersk mynta (söxuð smátt), 2 msk hvítvínsedik, 1 msk hunang
1. Útbúið myntumaukið með því að blanda rifnu eplunum og söxuðu myntunni saman við hvítvínsedik og hunang.
2. Skerið hvert filet í tvo hluta, kryddið með salti, pipar og blóðbergi. Steikið bitana á heitri pönnu, snúið pöruhliðinni niður fyrst og steikið í 2 mínútur - eða þar til paran hefur brúnast fallega. Lækkið hitann, setjið klípu af smjöri á pönnuna, og steikið bitana á hinni hliðinni við meðalhita í 5-7 mínútur, eða þar til kjötið er mátulega steikt eftir smekk hvers og eins. Saltið og piprið á báðum hliðum.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þetta hljómar freistandi.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 12:09
Og er auðveldara en að sjóða ýsu! Alger himnasending fyrir lúið fólk sem þarf að matreiða fyrir fleira lúið fólk.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.11.2007 kl. 14:59
mmmmmm
Marta B Helgadóttir, 5.11.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.