Mánudagur, 29.10.2007
Áhugaverð bók
Hildur Helgadóttir fór til Bosníu á vegum íslensku utanríkisþjónustunnar árið 1998, ásamt þremur öðrum Íslendingum; tveimur læknum og einum hjúkrunarfræðingi. Við fórum með breska hernum í þetta verkefni á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins, og undir merkjum Nató. Fyrst fórum við í mánuð í þjálfun til Bretlands, til að kynnast herdeildinni og herlífinu. Síðan vorum við með þeim í Bosníu í hálft ár, útskýrir Hildur. Verkefni Íslendinganna var fyrst og fremst að sinna heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu fyrir hermennina, frekar en almenning í landinu. Af því að hermenn eru nú upp til hópa ungt og hraust fólk þurfa þeir alla jafna ekki mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. Af því hlaust þess vegna svona allsherjar aðgerðarleysi. Það er það sem sat í mér eftir þessa reynslu, og er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að skrifa um þetta, heldur Hildur áfram. Í bókinni gagnrýnir Hildur það fyrirkomulag sem var á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á þessum tíma. Ég veit ekki annað en að allir þeir hópar sem fóru utan á vegum utanríkisráðuneytisins á þessum árum hafi verið tengdir við herdeildir. Það fóru hópar á hálfs árs fresti í nokkur ár. Ég þekki nokkra af þeim sem fóru á undan mér og eftir, og það var alveg það sama upp á teningnum hjá þeim, fólk hafði ekkert að gera, segir Hildur. Henni þykir því mikilvægt að farið sé yfir í hvað starfskraftar Íslendinga í friðargæslu nýtast. Þarna er verið að velja reynda og góða atvinnulækna og hjúkrunarfræðinga, með fjölþætta og breiða reynslu, en svo hefur þetta fólk ekkert að gera. Kraftar þeirra væru betur nýttir í einhverjum öðrum verkefnum á öðrum forsendum, segir Hildur.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
En hvað finnst ´þér sjálfri Guðný mín?????
Sólveig Hannesdóttir, 30.10.2007 kl. 12:19
Varðandi´Bosníu og friðargæslu þar, er ég alfarið á móti sendingum þangað. Ég þekki menn frá öðru landi en okkar sem þar hafa verið. Ég var svo hjartanlega sammála Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún kallaði friðargæsluliðann okkar heim.
Gott hjá Hildi að skrifa þessa bók, ég vona að margir lesi hana. En við höfum að mínu mati ekkert við það að gera að senda gæsluliða utan, nema að það sé alveg ljóst hvaða vinnu gæsluliðar eiga að gera. Við getum notað gæsluliðana svo víða annarsstaðar, og með aðrar forsendur en Bosníu. Það ríkir mjög mikil spilling í Bosníu, ef við ætlum að vera með í að taka til dæmis þátt í þeirri spilliingu, eins og tildæmis hópnauðgunum á konum, þá væri það stórkostlegt en hefur sú spilling verið leyst í Bosníu????? Hafa friðargæslusveitir landanna eitthvað komið þar að?? Ég held ekki. Þetta er mál sem hefur alltaf brunnið á mér.
Sólveig Hannesdóttir, 30.10.2007 kl. 12:26
Þetta hefur mig lengi grunað.......
Friðargæsluliðar er svo annað mál sem brennur á mér. Hvernig er hægt að gæta friðar með vopnum? Hverslags friður er það??
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 17:07
Það sem mér finnst sjálfri: Er búin með fjórðung bókarinnar og finnst hún afar skemmtileg, vel skrifuð og áhugaverð. Ég gef ekki endanlegan dóm fyrr en að lestri loknum. Sko, það sem maður getur verið professional í svona málum, ja, því eru bara engin takmörk sett.... Þessi kona (Hildur) er fyrrum starfsfélagi minn og kollegi, alger snilli, húmoristi, hugsuður og penni góður. Þessvegna þori ég að kynna bókina til sögunnar áður en ég les hana.... En þú ættir endilega að lesa hana, Sólveig! - Já, friðurinn og vopnin hafa orðið mörgum til hugsana og pælinga.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:16
Fer á bókasafnið á morgunn, ég er svo fegin að fá ábendingar. Las einhverntíma bók sem þú bentir mér á, þori ekki alveg að fara með hvað hún heitir, en treysti þér Guðný mín.
Sólveig Hannesdóttir, 1.11.2007 kl. 15:58
Já, þetta er svolítið merkilegt allt saman. Erum við kannski að halda uppi aðstoð sem engu skilar? vildi að allir þeir fjármunir sem íslenska ríkið hefur yfir að ráða væri eytt í vitræna góða hluti. Eins og t.d. hærri laun í umönnunarstörfum og til kennar ofl.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:45
Það er kominn nýr bókalisti....
Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.