Laugardagur, 20.10.2007
Saumaklúbburinn
Fátt ef nokkuð jafnast á við sálusystrasaumaklúbbsbrunch í kyrrðinni í Þorlákshöfn.
Þar voru Gúra, Olla. Björg, Heiða gestgjafi, Svanhvít, Sirrý og Gúra. Og alveg eins og við vorum að fara í gegnum ýmis lífsskeið frá 1972 til 1994, þá erum við núna að fara í gegnum ný ævintýri. Fáu gleymt og engar tengingar mannlegum fyrirbærum óviðkomandi. Spakar umræður um lífsins gildi. Verður ef til vill gefið út í bókarformi í fyllingu tímans. Næstu skref: Raddæfingar. Briddsupprifjun. Rauðvínsæfingar. Golf hjá sumum. Næsta stórverkefni: Hönnun dvalarstaðar 68 kynslóðarinnar. Við vitum allt, getum allt, framkvæmum allt. Sumir eru bara í útlöndum og sumir að taka á móti gestum frá útlöndum, eitt afkvæmi saumaklúbbsins að kaupa bíl....en allataf sitja einhverjir og hugsa um hagmuni heildarinnar. Malaviakomaninamu.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Ohhh..það jafnast ekkert á við það að vera gildur meðlimur í góðum "saumaklúbb".... sjálf er ég meðlimur í einum slíkum... og héldum við upp á 26 ára afmæli klúbbsins um síðustu helgi.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 21.10.2007 kl. 13:24
Tek undir með Jónu hérna, en þið vinkonurnar eruð krúttlegar saman.
Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 20:56
solveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 00:58
Heida er krútt .... Róbert hefur ekki verid á stadnum til ad zeyta lúdra .... en gaman ad hitta vinkonur og skrafa um allt sem hvílir í og á huga okkar.
www.zordis.com, 22.10.2007 kl. 21:14
Saumaklúbbur er hin besta uppfinning... ég er sjálf í einum alveg frábærum og hef verið í síðastliðin 17 ár:)
Bið að heilsa heim á klakann
Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 17:28
Ert þú með í Leshring í þetta skiptið Guðný Anna?
Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 00:42
ég á svona vinkonur, og það er svo mikilvægt, sérstaklega þegar maður er í útlöndum !+
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:03
Takk fyrir kommentin, gæzkurnar mínar. Skila kveðjum Kolla, þú varst til umræðu í dag, vegna "ímyndarhópsins" sem ég var að gera lífgunartilraunir á, í dag. Heiða er allsherjarkrútt, en Róbert var já, fjarri góðu gamni. Hvernig þekkir þú þau, Zordís? Marta, ég er því miður hrædd um að ég verði að afsegja þennan frábæra leshring í bili. Verð með seinna, þegar meiri ró og rútína verður á lífi mínu. Já, ég trúi því Steina, að þetta sé ENNÞÁ nauðsynlegra í útlandinu. Eitt af því sem ég saknaði að heiman, þegar ég var í námi í USA, var vinkvennahópurinn.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:46
Já og ekki má gleyma Blogginu!
Það er jú ævintýri út af fyrir sig þar sem þú ert "duktig flicka":
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.10.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.