Þúsund ár

 

„Mikið djúp gerði það í mér, ef ég gæti séð Hrollaug landnámsmann og papana vera að horfa fyrir þúsund árum á sama steininn, sem ég er að horfa á núna, sona einkennilegan stein. Þó gerði það ennþá meira djúp í mér, ef ég sæi þá vera að stara á þetta sama og ég hef starað á forundrandi, þetta einstaka, sem kannski hefur aldrei gerzt á neinum öðrum stað í öllum heiminum, á það, þegar hann birtist og hefur horfið.

En er þetta vitleysa í mér? Getur það verið, að steinninn hafi staðið þarna í þúsund ár? Að hugsa sér! Að standa í sömu stellingum í þúsund ár. Hvílík eilífð er líf steinsins!

En kannski finnst steini ekki lengra að standa í þúsund ár í fjallshlíð en okkur að standa þar í þúsund sekúndur.“

 

Úr Í Suðursveit, eftir Þórberg Þórðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nú svo langt gengin með Meistara Þórberg, þökk sé þér, að ég fór og sótti mér bók eftir hann á bókasafninu.......

.....hver veit nema ég lesi hana líka!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hann var snillingur blessaður karlinn og hrein unun að lesa skrifin hans.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.10.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Gaman að þessari tilvitnun, en var ekki Þórbergur talsvert á undan sinni samtíð.  Má ég einhverntíma koma með eitthvað úr Þórbergi, er ég þá að stela hugmynd,?.   

Sólveig Hannesdóttir, 16.10.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allir lesi Þórberg, þá verður heimurinn snöggtum skárri. Elsku Solla mín, því fleiri tilvitnanir því betra. Jú, hann var langt á undan sinni samtíð, enda þótti hann nú ekki merkilegur pappír í upphafi ferils síns. Mér hefur hann ætíð verið uppspretta hugmynda, tenginga og já...bara lífsfyllingar!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.10.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þórbergur var snillingur og langt á undan sinni samtíð

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.10.2007 kl. 00:33

6 identicon

Kære Gydný Anna!

Til lykke med Gautis planer om bryllup ! Hold da op, han er jo ved at blive en "gammel" dreng ! Knus til jer alle fra Alice

Alice (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:48

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég var heimagangur á heimili Þórbergs á Hringbrautinni , en þá var hann því miður dáinn en íbúðin var leigð út til ættingja Margrétar. Allar bækurnar voru samt þar og allar hans glósur við eigin texta. Sjálfsagt gullnáma fyrir suma. Ekki veit ég hvað varð um þennan fjársjóð.

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.10.2007 kl. 20:24

8 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Kem með eina úr Bréfi frá Láru við hentugleika GA mín. Ég var einmitt heimagangur hjá ´Þórbergi um tíma, en ég kom þangað í heimahjúkrun minni, en  það er önnur saga, en 13 ára las ég sálminn.   Aftur á móti sigldi Friðbjörn með þeim hjónum í Baltíkaferðinni sem fræg var 1967

Sólveig Hannesdóttir, 19.10.2007 kl. 00:55

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Íslenskir vinir: Ásgeir, þetta hlýtur að hafa verið ævintýri. Öll gögn sem liggja eftir Þórberg, munir hans og bækur, eru nú prýðilega staðsett og geymd á Þórbergssetri austur í Suðursveitinni hans kæru.  - Jóna Ingibjörg, jú, við erum öll með sömu genablönduna og ég hef heyrt stjarnfræðilega tölu, sem náði yfir nokkrar línur, sem átti að lýsa möguleikunum á að tveir einstaklingar yrðu eins...! - Solla, endilega komu með eitthvað úr meistaverki meistarans, Bréfi til Láru. Fáar bækur hafa haft meiri áhrif á mig þegar ég var kornung, nema ef vera skyldi Sjálfstætt fólk. Baltíkuferðin, sælla minninga, þú verður endilega að rifja upp sögurnar úr henni...!

Danskir vinir: Alice, já, fyrstu tvö börnin þín eru orðin fullorðin, búin að eignast maka, og bráðum verðurðu kannski amma! Freydís og Gauti senda þér og ykkur ástarkveðjur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:11

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Meistari Þórbergur var einstakur snillingur. Ég á allar bækurnar hans. Ég man alltaf þegar ég las fyrst 'Bréf til Láru' þá var ég ung og einföld og mér brá óskaplega þegar ég las um það í byrjun bókarinnar hve hann dáðist að útsýninu meðan hann hægði sér á hækjum sér í brekkunni.

Svava frá Strandbergi , 21.10.2007 kl. 03:21

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega, Guðný Svava, ég man líka þessa upplifun! Sú bók breytti lífssýn manns, þannig að maður hefur aldrei beðið bætur. For better or for worse.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband