Fimmtudagur, 11.10.2007
Hugleiðing
hatur
ef þú ert svona hötuð |
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Sársauki
Þú grenjar og vælir af sársauka
mundu að þú fanst ekki til í gær né hinn ...
svo sagði hún fyrirgefðu kæra frú!
hún...
Fyrirgefðu tekur ekki
minn kæri, væni,
sársaukann í burtu!
hugarangur 2007-
www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 23:44
.....góð hugleiðing um erfiða tilfinningu.
Að vera hataður er ástand sem hinn hataði getur ekkert gert í, nema að reyna að hata ekki til baka! Maður tekur eingöngu ábyrgð á sínum eigin tilfinningum. Lengra nær ekki frelsið.........
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 09:41
Ég held ekki að hatur spretti óhjákvæmilega upp af forsmáðri ást, eins og hann heldur fram í ljóðinu...ég held að það sé alveg hægt að hata án þess að hafa nokkurn tíma elskað. Þó hatur sé vissulega andhverfa ástar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2007 kl. 11:32
Segir ekki máltækið að það sé stutt milli haturs og ástar? Mér hefur oft fundist að enginn sé hataður af jafnmiklum ofsa og sá sem var elskaður heitast áður.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:09
Tek undir með ykkur gáfuðu konur.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 18:29
Zordís: Vá, hvað þið eruð djúpar, mínar tryggu bloggvinkonur. Takk fyrir ljóðið, Zordís. Eftir hvern er það? Vonandi ekki mig á 6. rauðvínsglasi í risíbúð í vesturbænum.... (einusinni var mér nefnilega sýnt handrit af ljóðum undirritaðrar ortar í þesslags partýum...það var snarlega stoppað....:( )))))
Jóna Ingibjörg: Já, örugglega geta rök leitt til þeirrar niðurstöðu að hatur sé sjálfhverfa ástarinnar. Það er löng og ströng leið rökfræðinnar....og ég sem er ekki viss um hvað ást er.....Rökfræði eru yndisleg fræði, sbr kjúklingabrandararnir þínir...
Hrönn: Já, vissulega tekur maður einungis ábyrgð á eigin tilfinningum, en upplifuðum RÖNGUM* tilfinningum annarra, í eign garð, á RÖNGUM forsendum, hvað er það... tekur maður ábyrgð... hvað er ábyrgð... hvers, hvussu, hvums ....?? Já, frelsið, það er enn erfiðara....dæs, dæs, næsta rauðvínsglas.........
* = að eigin mati......
Greta: Já, er hatrið andhverfa ástar? Ég er ekki svona viss um þessar skilgreiningar Gréta, en skil hvað þú ert að fara. Sennilega er það alveg rétt, að það er hægt að hata án þess að hafa elskað. Við eigum svo erfitt með að skilgreina þessar undarlegu tilfinningar.
Steingerður: Mér finnst líka að svona sé þessu farið, Steingerður.
Elskurnar, mikið væri lífið litlaust án ykkar. Segið mér andsvör og antiandvör, meðsvör og antimeðsvör. Og syngum svo " ef værir þú á leið til Ítalíu... og lentum í Rómarstræti 10..." og svo framvegis allar götur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:32
Æj þú ert yndisleg......
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 22:36
Ég er einmitt svo óyndisleg, en þú ert hinsvegar alveg ótrúlega skemmtileg....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:54
Leit við og naut lestursins. Takk.
Ég held að ást og hatur séu alsystkin, heitar tilfinningar.
Það er hvorki hægt að elska eða hata þann sem manni er sama um
Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 00:28
Hatur er vissulega erfið tilfinning og getur verið ágerð ..... Ég er ekki í haturshópnum og nota fyrirgefninguna. Á það nú samt til að burðast með neikvæðar tilfinningar sem næst núllpúnkti!
Ég hefði betur verið á sjötta rauðvínsglasi en þetta er minning um tengdamóður mína, þetta hnoð!
Langur laugardagur framundan og hver veit nema Faustino VII frá Rioja héraði fylgi mér í kvöld. Reyndi við mig í gær en ég féll ekki fyrir honum.
www.zordis.com, 13.10.2007 kl. 08:35
Takk elskan mín. Stundum spurning um að nota það neikvæða til að minna á það jákvæða sem auðvitað gengur ekki alltaf. Það verður ekki á allt kosið í þessu lífi eða hvað?
Er vinnandi jafnt vakin sem sofin þessa daga og því ekki margt sem fer á blað. En tíminn er alltaf til staðar og ég á bæði pensil og málningu til að lita hann þó síðar verði.
Faðmlag til þín með morgunfingrum
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:27
Vá, þetta er huxun, huxun, huxun. Einmitt, Zordís, ég er ekki í neikvæða hópnum og á alltaf jafnerfitt með að skilja fólk, sem er einatt á þeim sjónarhóli, þeas þeim nækvæða. En stundum þarf maður að stilla sér þar, til þess að freista þess að skilja fólk og hugmyndir ...eða þannig. En mikið er það rétt, Unnur, maður þarf að nota það neikvæða til að skilja það jákvæða. Allavega, eftir reynslu af neikvæðu, illgjörnu, reiðu fólki, metur maður sitt bakland, sína vini, sína fjölskyldu ennþá, ennþá betur. Og þar með sanngirni, opinn huga, góðgirni, jákvæðni.... og allt það sem á eftir kemur....Takk fyrir að veita mér meiri innsýn í þessar tilfinningar, elsku vinir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.10.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.