Sunnudagur, 7.10.2007
Brot
Þetta fallega par, Gauti Friðriksson og Thomasina Larkin, gengu í heilagt hjónaband 3. október s.l. Brúðkaupsveisla verður á Íslandi, sumarið 2008. Nánar auglýst síðar.
Af þessu unga pari í London, Freydísi Hjálmarsdóttur og Jökli Auðunssyni er allt hið besta að frétta. Þau stunda skóla og vinnu af kappi.
Hér má sjá fjórar af föngulegum yngismeyjum úr fyrsta árgangi í hjúkrunarfræði Háskóla Íslands. Þær eru þarna að fagna x ára útskriftarafmæli sínu.
Hér má sjá Rai-geðsystur, Guddú, GAA og Ranzy fagna endurkomu Ranzyjar.
Þessi fallega kona, Sólveig Hannesdóttir, hélt uppá tilveruna í dag með stórglæsilegu boði fyrir nokkrar sérdeilis skemmtilegar og huggulegar konur. Frábær stund.
Og birtan var bara nokkuð snotur í kvöld.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Til hamingju með tengdadótturina
Til hamingju með að kunna að njóta lífsins þrátt fyrir eða kannski vegna þeirra breytinga sem það býður okkur alltaf uppá
Ennfremur til hamingju með að þekkja mig svona djúpspaka
Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 08:23
Gaman að sjá þetta. Manni finnst einhvern veginn aldrei gerast neitt í hversdagslífinu en þegar svona er tekið saman áttar maður sig á því hversu mikið er alltaf að gerast. Þetta varð til þess að ég fór að rifja upp mínar hátíðastundir að undanförnu. Til hamingju!
Steingerður Steinarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:07
Hvar varstu 3.10? Hamingjuóskir til allra, þetta er mjög spennandi nafn, Thomasína. Og alltaf ertu jafnmyndræn, nema ég er ekki sammála með þessa konu í tiger-bolnum, bolurinn fínn, en annað svona ferkar
, nú er undirbúningur Berlínar á fullri fart, ég vildi óska að þið væruð með, en ekki allt hægt á sama tíma........ Kveðjur til krakkanna þinna Guðný mín og Hjálmars..
Sólveig Hannesdóttir, 8.10.2007 kl. 14:45
Bið að heilsa ´Guddú, hún er Húsvíkingur eins og ég.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 15:49
Hæ, hó. Flest verður líklega sagt um líf þitt annað en að það sé tilbreytingalítið. Til hamingju með hann Gauta þinn og nýju tengdadótturina. Þetta er skemmtilegt líf ef manni tekst að líta það réttum augum. Nýja myndin af þér er mjög góð - gullfalleg (eins og þú). Kærleikskveðja
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:56
Jú Sólveig þessi kona er FLOTT!!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 20:45
Lífið er svo voðalega næsý pæsý! Til hamingju með tilveruna og tengdadóttur svo og alla dýrmæta gleði sem læðir sér inn hjá þér!
www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 21:18
Elsku fólk, takk fyrir góðar óskir. Já, hversdagslífið er það sem blívur ekki satt? Það er það sem myndar smám saman lífsmyndirnar og lífsmynstrið. T.d. skiptir mig rosalegu máli hvað hangir á speglinum í bílnum mínum, hvaða tannkrem ég nota og að ég hafi alltaf hreina sokka að fara í....! Djúpspekin lifi.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:40
Ekki gleyma nöglunum Guðný Anna!!!! Ekki gleyma nöglunum, sumir anda í gegnum þær á meðan aðrir nota þær til einhvers annars......
Hvenær eigum við að hittast?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.