Stílbrot

Merkilegt hvað tveir tómir kaffibollar á borði, full kanna af kaffi og tvö sherrystaup, sneisafull af sherryi og enginn sem situr við borðið, hafa mikil áhrif á nærstadda. Það er hlé í leikhúsinu og örtröð á barnum. Þeir sem gleymdu að panta borð í hléinu stympast við að fá sæti. Fólk stansar við auða borðið andartak, en áttar sig svo og fyllist ósjálfrátt lotningu, já, lotningu. Svona eru stílbrotin í lífinu til þess fallin að skerpa stílinn og samræmið.

10162603

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

eitthvað er nú samt fallegt við það, hriður í ófriðnum.

Fallegan sunnudag til þin

AlheimsLjós til þín líka

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 05:32

2 Smámynd: www.zordis.com

Best að hita smá kaffi eftir lestur færslunnar þinnar!  Hreinn unaður, held ég sleppi samt sherrýinu þar til betri tími kemur og góður félagsskapur! 

www.zordis.com, 30.9.2007 kl. 08:33

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú verð ég að viðurkenna að ég er svolítið lost. Skil ekki alveg

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 15:08

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jóna mín, það er bara ekkert að skilja. Þetta er ekki eins djúpt og það virðist....  Vona að þú finnir þig fljótlega aftur........Hnyttnin og húmorinn ríða ekki við einteyming....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.9.2007 kl. 17:05

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, við erum hópdýr þegar allt kemur til alls og heilagur andi í rólunni virkar enn eða heilarandi eins og ég hélt lengi vel að það væri.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.10.2007 kl. 09:58

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fann ég nú einn sem vill Grandið sitt eins og ég.  En maður sest nú ekki við uppádekkað borð nema vera boðinn 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 19:54

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl Guðný og þakka þér fyrir innlitið og notalegt komment á síðunni minni. Ég á eftir að kíkja hér inn aftur, fullt af skemmtilegu að skoða

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:54

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæl, Guðný Anna, gaman að hitta þig aftur!

Heldurðu ekki að það hefði verið gaman að vera sú sem átti fulla/auða borðið pantað og kom of seint? Manni hefði liðið eins og drottningu að tylla sér niður!

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.10.2007 kl. 10:04

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir innlitið á mína síðu og athugasemdina. Alltaf gaman að kíkja við hjá þér og sjá listrænu frærslurnar þínar. Góða helgi. Knús.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.10.2007 kl. 02:23

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Skál!

Ásgeir Rúnar Helgason, 6.10.2007 kl. 22:14

11 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég kannast við auða kringlótta borðið við barinn á annarri hæðinni,

kannast einnig við að fá ekki sæti.

Man eftir frumsýningunum, ´

Man eftir þessum óskaplega fínu kjólum

Man eftir mér sem sætavísu á sal.

Man eftir Gunnlaugi Þórðarsyni á frumsýningu segjandi "Má ekki bjóða yður Ópal fröken??"

Sólveig Hannesdóttir, 7.10.2007 kl. 22:00

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hverfum aftur í tímann og látum Sólveigu vísa okkur til sætis, hneigjum okkar fyrir Gunnlaugi og þiggjum Ópal. Við stelpurnar erum í fínum kjólum og Ásgeir og Guðmundur eru í sjakket. Þið finnið lyktina, eftirvæntinguna og svo er þessi líka fína sýning að hefjast. Í hléinu setjumst við öll til borðs á annarri hæðinni, rétt við hliðina á barnum, og fáum okkar kaffi og Grand. Er ekki dulítið dásamlegt hjá okkur?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.10.2007 kl. 22:27

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Algjörlega dásamlega dásamlegt. Knús í Bryggjuhverfið frá himnaríki.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband