Lausn?

Lausnin á gátunni hér neðar á síðunni getur alveg verið samsett úr öllu því, sem vitrir bloggvinir mínir hafa lagt til. Þeir eru spakir, vinir mínir. Lausnin á lífsgátunni verður kannski aldrei fundin, ekki í því samhengi sem við vonumst til. Og hvað er lausn, þegar öllu er á botninn hvolft? Miðað við hvað er t.d. lausn lausn? Myndarunan táknar kannski lífið í hnotskurn. Fólk, staðir, tákn og straumar sem haft hafa áhrif á mann. Blanda af tilfinningum. Vinir og söknuður. Minningar. Nýjar vonir. Og Campell´s súpan. Hún er partur af Warhol áhrifunum sem ég hef orðið fyrir, en súpudós er líka tákn fyrir eitt og annað. T.d. innihald, næringu, niðursoðið drasl, list, stílbrot....  Stílbrotin í lífinu eru svo stórkostlega mörg, hafiði tekið eftir því? Stundum finnst manni þau krúttleg, stundum amasöm og pirrandi. Þessi tómatsúpudós er verulega langt frá fínum útsaumi og lífsins lystisemdum.  En hafið þið prufað tómatsúpu úr plómutómötum sem eru búnir að þroskast á eldhúsborðinu í svona fjóra daga, harðsjóða egg og setja bátana úti og loks toppa allt með smátt saxaðri, nýrri steinselju? Unaður, I tell you. Það minnir ykkur á mömmu ykkar að sauma út og vindlareykinn frá vindlum pabba ykkar á jólunum, lyktina af fyrsta vískiglasinu ykkar, tölt um listsýningarsali, unaðsstundir, brimrót og teppi í viðringu.

Image002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Guðný Anna ertu tilbúin fyrir sunnudagsspjall 30.sept hjá Leshringnum?

Marta B Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Verð að benda þér á að það er ok að segja good luck.  Mig langar líka til að benda þér á nafnið "Tanta", sem mér finnst að eigi að komast inn í málið, að ég tali nú ekki um "Fortóv" og "Stakket", bæði fortóv og stakket eru nafnorð sem beygjast eins og önnur nafnorð.

   Ég segi nú bara eins og mamma, VESKÚ.................

   Les færsluna þína á morgunn, það tekur "sgu" tíma, ég þarf að hugsa svo mikið meðan ég les færslurnar, og ég segi eins og Bangsimon "Ég hef bara ekki mikið vit"

Sólveig Hannesdóttir, 27.9.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: www.zordis.com

Gott að vera fyrir áhrifum og það er ekkert eins gott og góð tómatsúpa.  Fæ vatn í munninn!

Lífið er allt þetta, örlítið meir eða minna.  Eitt stk. sterkur kaffidreitill með heimabakaðri kleinu, spriklast um í firði með fiðring í maganum!

Eigðu yndislega helgi

www.zordis.com, 28.9.2007 kl. 07:33

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Mér finnst frábært Guðný Anna hvað þú hugsar undir yfirborðið. Kannt að skoða það einstaka í lífinu og hverjum degi, að bregða út af vananum og skapa sanna lífshamingju. Þetta er það sem lífið meðal annars snýst um að mínu mati  að geta séð hvernig regndroparnir falla öðruvísi í dag en í gær eða sólin skín á nýjan hátt á laufblöðin. Hver dagur ber í skauti sér nýjar væntingar, nýja gleði eða nýja sorg og það er okkar að leysa verkefni hvers dags eftir bestu getu og byggja á því sem við höfum í farteskinu og njóta þess í leiðinni. Sit í rosalega áhugaverðum barnasálfræðitíma í pásu... um ADHD! Ég sakna ykkar líka á SSR og hlakka til að koma í heimsókn

Kristbjörg Þórisdóttir, 28.9.2007 kl. 08:16

5 Smámynd: Brattur

... þessi texti þinn kæra Skjallný... er náttúrulega ekkert annað en ljóð... og ég naut þess að lesa hann...

Brattur, 28.9.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband