Laugardagur, 22.9.2007
Þetta er myndagetraun
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Innlitsknús og kveðja.
Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:18
Ég spái því að þú ætlir að lesa, elda svo tómatsúpu nakin, a la naked chef.....
Fá gesti, hreyfa vín, dást að börnum og myndlist. Fá þér svo göngutúr meðfram sjónum og reykja gilda vindla á meðan þú viðrar dúkana......
knús á þig frábæra kona og hjartakoss
Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 08:09
Fróðleikur, næring og nekt .... mettir mallar hvíla sig meðan ættmóðir segir skemmtilegar og upplífgandi sögur sem skrá þarf niður af mikilli alúð og lærdómsþorsta! Vinskapur og fögnuður, þegar líf verður líf og sál kyssir sál. Sannleikur í lind sjálfsins, framandi stígur lífsins sem notið er við hversagslega fegurð þess er við köllum heim!
Gangur lífsins, vinskapur, kærleikur og von í nýju lífi.
Faðmlag til þín!
tenging smá hliðarspor með trópíkal ívafi er alltaf gaman
www.zordis.com, 22.9.2007 kl. 08:36
Þetta eru einfaldlega "dásemdir lífsins" í hnotskurn.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.9.2007 kl. 11:09
... allt sem ég þrái, allt sem ég dái, allt sem ég er...
Brattur, 22.9.2007 kl. 15:57
Þetta er semsagt myndagetraun, ég er óskaplega léleg í þeim, en mér finnst kúbuvindillinn minna mig á það þegar ég sprakk á reykstoppinu eftr 8 ár fyrir lönguaf því ég gat ekki gengið fram hjá vindlaskáp með svona flottum vindlum. Ég leggst í þetta von bráðar, en er allavega með eitt svar.....
Sólveig Hannesdóttir, 22.9.2007 kl. 19:26
Yndi er bókaskápurinn með ilmandi blöndu tómatsúpunnar og fegurð nektarinnar.
Í faðmi fjölskyldunnar drekk ég minningar og nýt endurfæðingar atburða sem mála myndir.
Eins og fegursta bútateppi er vinátta sem ilmar eins og vindillinn hans pabba.
Eigðu BESTAN dag. Ástarkveðjur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:18
Alsber spranga ég um lendur hamingju minnar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 11:44
Þið eruð öll heimsins mestu lífskúnstnerar, bloggvinir kærir, foldar skart. Þið unnuð öll og eruð öll í fyrsta sæti ... !
Maður er aldeilis ekki í slæmum félagsskap hér á blogginu. Faðmlög í löngum bunum til ykkar...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.9.2007 kl. 21:32
Þetta er "lífið sjálft" hjá þér Guðný Anna. Kær kveðja frá Árósum.
Kristbjörg Þórisdóttir, 23.9.2007 kl. 23:12
Tek undir með þeim sem hafa tjáð sig hér. Allt það sem gefur lífinu gildi er dregið upp í þessum myndum.
Steingerður Steinarsdóttir, 24.9.2007 kl. 10:40
Gott að sjá að þú ert í góðum tengslum við gyðjuna - í þér sjálfri og alheimsgyðjuna - kæra Guðný.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 24.9.2007 kl. 14:02
Ég gefst hreinlega upp á að leysa þessa myndagátu, ég er búin að reyna að leysa þetta atriði fyrir atriði væna mín, en það tekur ca 45 línur, og gengur ekki upp.
Niðurstaða mín er nú sú, að þú ert með myndlistarmannagenið (samsett orð) í þér hvert sem þú sækir það. Ég botna samt ekkert í þessari tómatsúpu þarna, nema þú sért undir áhrifum Errós. Það er möguleiki, við eigum öll okkar fyrirmyndir í öllu. Þetta er eina súpan sem ég er ekkert hrifin af eftir að ég komst á fullorðinsár. Hún er stílbrjótur í þessari mynd, akkurat það sem þarf að vera til að sprengja þetta vel upp. Guðný mín, ég segi nú bara "Áfram með patsvorkið". kv sh
Sólveig Hannesdóttir, 24.9.2007 kl. 19:35
Var einmitt að spá í því sama og Sólveig. Mér finnst tómatsúpan ekki fitta nógu vel inn. Ef það væri frekar mynd af humar á leið í potinn........
Eða af þér að smáttskera lífrænt ræktaða tómata í heimalagaða tómatsúpu frá grunni!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 22:33
Krúttin mín kæru. Já, lausnin er samsett úr öllu því, sem þið hafið lagt til. Lífið í hnotskurn. Fólk og straumar sem hefur áhrif á mann. Blanda af tilfinningum. Vinir og söknuður. Minningar. Nýjar vonir. Og nú viljiði breyta gátunni, þ.e. forskriftinni, og fjarlægja tómatsúpuna. Hún er partur af Warhol áhrifunum sem ég hef orðið fyrir, en súpudós er líka tákn fyrir eitt og annað. Innihald, næringu, niðursoðið drasl, list, stílbrot. Stílbrotin í lífinu eru svo stórkostlega mörg, hafiði ekki tekið eftir því? Stundum finnst manni þau krúttleg, stundum amasöm. Þessi tómatsúpudós er verulega langt frá fínum útsaumi og lífsins lystisemdum - og þó... Hafið þið prufað tómatsúpu úr plómutómötum sem eru búnir að þroskast á eldhúsborðinu í svona fjóra daga, harðsjóða egg og setja báta úti og loks toppa allt með smátt saxaðri nýrri steinselju? Unaður, I tell you. Það minnir ykkur á mömmu ykkar að sauma út og vindlareykinn frá vindlum pabba ykkar á jólunum, unaðsstundir og teppi í viðringu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.