Andsvör og ens (empty-nest-syndrome)

absinthe drinker by Degas

Nú er farið að gera grín að mér fyrir að sýna handavinnu á síðunni minni; þeir sem þekkja mig vita fyrr frýs í helvíti en að ég fari að dunda við hannyrðir. Svo hefur mér verið bent á að ég sé með slæmt tóma-hreiðurs-heilkenni. Það viðurkenni ég fúslega. Það væri kannski ráð að fara bara að sauma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mæli með því Guðný mín....kemur bara í iðjuþjálfun til mín

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.9.2007 kl. 08:08

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, tómahreiðursheilkenni geta gripið mann á ýmsa vegu. Ég fékk mér hund.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.9.2007 kl. 16:29

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ætla að fá mér nuddara þegar öll börnin eru farin að heiman. Má hafa áhuga á hannyrðum mín vegna. Eitthvað verður hann að dunda sér við greyið á milli nuddanna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla nú að fá karl þegar börnin eru farin að heiman. Má hafa áhuga á mér.....

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 21:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fá mér, átti þetta að vera. Ég var orðin eitthvað æst......

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, iðjuþjálfun, hundur, nuddari, karl.... allt kemur þetta til greina nema það síðasta....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.9.2007 kl. 17:32

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst svo gott að vera ein að ég fæ örugglega aldrei svona tómt-hreiður-heilkenni  Svo hef ég líka mjög gaman að hannyrðum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.9.2007 kl. 01:44

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, ég breiði bara úr mér í tóma hreiðrinu mínu. Hlakka samt til að fá strákinn minn til mín aftur tímabundið eftir nokkrar vikur. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:20

9 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Hvaða, hvaða, er ekki mín bara farin að bölva á blogginu......., en það væri nátturulega afrek úraf fyrir sig að frjósa í H.H......., en ég er soldið viss um að þetta syndrom lagast, gengur yfir, og þú verður örugglega best á meðal jafningja eftir 30 ár á þessu fína sambýli sem ég er komin með hugmynd að, óskadraumur framtíðar allra eftir 60.    En mikið er þetta góð mynd af þér þarna á kaffihúsinu, og hatturinn er fínn, en ég get nú ekki að því gert að mér finnst þú eitthvað máttlaus við þetta borð.   Ertu ekki annars með hvítvín?????

Sólveig Hannesdóttir, 15.9.2007 kl. 14:34

10 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

ENS er heilmikið ferli kellingin mín, þú veist að ég kannast aðeins við það, en því miður hefi ég engin ráð, þú veist örugglega mikið um það vegna þinna pælinga í námi og starfi. En stundum dugar það ekki til. Það er kannske byrjunarhugsunin að hlusta á þetta tóm, hlusta á þögnina sem kemur, og bægja henni ekki frá sér.  Etv. getur verið ef þú vilt fara útí eitthvað mikið verkefni, að fresta því, þar til þú ert búin að hlusta á þögnina, fresta þessu átaki sem þér finnst þú þurfa að fara í, semsagt að snúa við þessu dæmi "frestaðu ekki til morguns sem þú getur gert í dag", yfir í "gerðu þetta seinna sem þér finnst þú endilega þurfa að gera í dag", síðan er bara einfalt ráð að leggja sig, og venja sig á að gera ekki neitt.......Það er ærið verkefni.....

Sólveig Hannesdóttir, 15.9.2007 kl. 14:43

11 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Mér finnst einmitt mjög æsandi að þú skulir vera með handavinnu á síðunni þinni er ekki bútasaumurinn eftir þig??? ...frumlegt og skemmtilegt...kannski að ég ætti að vera með handavinnuþætti á útvarpsstöðinni Ólínu...hver veit...annars skil ég ekki alveg bútasaum...að gera eitthvað alveg nákvæmlega eins og einhver annar var búinn að ákveða að svona ætti það að líta út....Mér finnst að þú eigir að sleppa þér á saumavélinni og sauma bara eitthvað út í loftið og láta andann ráða ríkjum...bleikt hér...grátt þar....gult hér og svo kannski bara svart...nei rautt!!!

Tómt hreiður heilkenni.!!! veit ekki alveg.....stelpur...þurfum að leggja höfuðið í bleyti og finna smartara orð!! 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.9.2007 kl. 07:56

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Undraverð einsemd konu legg ég til að kalla heilkennið. Efast ekki um það augnablik að undur og stórmerki gerast þegar konur dvelja í þögninni og ná loksins að heyra í sjálfum sér í gegnum skarkala lífins.  Heilmikil list að læra að vera í stað þess að vera alltaf að gera...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 09:40

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð aðeins of djúpar fyrir mig. Ætla að fá kaffi og rist og athuga svo hvort ég skil ykkur................

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 09:51

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skil ykkur svo miklu betur núna. Katrín hefur rétt fyrir sér það er heilmikil list að læra að vera í stað þess að gera.....  Þar er mikil speki. Það er líka svo gaman að vera!

Skiptum út "tóma hreiðrinu", fyrir "betra rými" heilkennið. Meira pláss fyrir okkur að vera  Nú er ég orðin jafn spök og þið..........

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 11:30

15 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Mátti til að kíkja á allar skemmtilegu athugasemdirnar.

Sólveig Hannesdóttir, 16.9.2007 kl. 14:05

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið fær maður af skemmtilegum ráðum og hugsunum á blessuðu blogginu.

Solla: Takk fyrir, ég get líka verið ágæt í því að leggja mig og gera ekkert. Það er að segja, þegar ég loksins kem  mér í það, því fyrst þarf að klára þetta, svo hitt, svo hitt, svo kemur X og svo hringir Y.... you know. En að hlusta á þögnina, það líst mér sko á. Ætla einmitt að æfa mig í því. Sökum ofvirkni minnar þarf ég alltaf að gera amk tvennt í einu, hvað er hægt að gera jafnframt því að hlusta á þögnina? Snúa uppá hárið (það er alltaf þrautalendingin hjá mér..)? Fresta, já, veistu, ég er alveg rosalega dugleg við það.

Katrín: Undraverð.... eða ..... já, verð að hugsa þetta. Steinunn Ólína er líka að stinga uppá smartara nafni. Komdu nú með það, Katrín.  Læra að vera, já, það er akkúrat málið. Ég held að þú sért svolítið slyng í því.

Steinunn Ólína: Nei, elskanmíngóða, ekki eru þessi undur og stórmerki eftir mig; ég væri löngu búin að hengja mig og drekkja mér, áðren svonalagað kláraðist. Það er eftir vinkonu mína í Ástralíu. Úr bútum keyptum í Virku, að hluta til. Ég var einusinni dugleg að kappmella og góbelína, en það var þá. Og mamma á lífi til að fela enda og rekja upp og sauma aftur, ef eitthvað fór í handaskolum... Mikið ógnar líst mér vel á Útvarp Ólínu. Hannyrðaþáttur gæti verið mjög skemmtilegur í útvarpi....hehehe. Þyrfti að vera verulegur húmoristi sem stæði fyrir því, gæti bent á nokkra!

Hrönn: Betra rými - heilkennið, segir þú. Ekki galið. Katrín stingur uppá undraverð einsemd konu. Hvað segið þið hinar?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:11

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

engin kemur að sjá mig nema litla músin !!!

bara halda áfram !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 17:47

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fékk mér kött og það svínvirkaði í tómu húsi. Reyndar er húsbandið alltaf til staðar og það er indælt.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:01

19 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Í þessu einsemdarsyndromum (ath.flt.) tók ég á rás með ryksuguna og sveflaðist með hanau allt, lílegast bæld reiði..... þurrkaði af.... og það var aldrei eins fínt hjá mér og á þessum tímabilum.. Niðurstaða mín er sú að þegar allt er útum allt er ég í mjög góðri líðan.  En ég veit ekki um aðra, þetta er mjög langt mál að ræða um.

   Vilhelm: Er alltaf ánægður með allt........... Það gengur allt alltaf vel......, jafnvel þó það klikki...... en um messuna var ekkert nema gott að segja þessi fina marmaraterta á eftir enn óskapega lélegt kaffi, ég held að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi ekki undsvit á kaffi.  Vilhelm gekk hratt og örugglega upp að altari til prestsins, langt á undan mér, sem  ætlaði auðvitað "Að hafa stjórn á þessu"!!!!!!!!!!!!!, maður er nú ekki frelsisstytta fyrir ekki neitt, og auðvitað kom ég með smáathugasemdir um hversu hraðskreiður hann væri,  svar hans var "Amma ég veit alveg hvernig á að fara að þessu"!!!!!!, en reyndin er sú að ég er soldið stolt af Vilhelm, þetta er skemmtilegur piltur, og mig langaði að vera samsíðis honum, en svona er svo margt, sem er lærdómsríkt í litlu hlutunum.  En ég leit bara i spegil þegar ég kom heim..............

Sólveig Hannesdóttir, 21.9.2007 kl. 11:21

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku vinir; ég er langt frá að vera mús og ég sauma ekki. En kannski sit ég ein í húsi. Það var nefnilega kona í húsi. Það er svo dásamlegt þegar frelsisstyttur líta í spegil, einkum og sér í lagi þegar þær koma heim.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.9.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband