Það sem tefur mig frá blogginu:

..Vinna, vinna, vinna, umferðasultuþátttaka, vinamót, kaffihúsaferðir, fjölskyldumót, bumbuskoðanir, barnagælur, rauðvínsspjall með vinkonu frá Kaliforniu, undirbúningur rauðvínsspjalls með vinkonu frá Ástralíu, skýrslugerð, þvottar, frágangur á þvotti, tiltekt, straujerí, naglasnyrting, kokkerí, - og svo hef ég ekki tíma til að skrifa meira.

coriander by pamela gladding 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ætli það sé ekki best að taka þig til fyrirmyndar Guðný Anna og reyna að brjóta saman eitthvað af þvottastaflanum á þessu heimili:)

Kolbrún Jónsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það sem tefur mig frá því að brjóta þvottinn, ryksuga, kaupa innn og elda..fara á kaffihús og hitta alvöru fólk er bloggið. Ég geri sko ekkert fyrr en ég er BÚIN að blogga. Þú ert svo furðuleg Guðný mín og sérstök.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:43

3 identicon

Umferðarstífluþátttaka   úfff svo stórborgarlegt.    Hvernig væri að vinna í strætó þegar maður er í umferðarstíflu.  gæti það sparað tíma eða ..........  ?

Þóroddur (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hér í sveitinni getur maður gert þetta allt í einu...eða nánast... tölvan sem ég blogga á hér, utan þéttbýlis, er hægvirkari en umferðarsultan í Reykjavík á morgnana.... þannig að á meðan hún hleður inn því sem til er ætlast þá hleð ég í ; þvottavélina, uppþvottavélina, skápana...já og bara það sem þarf að hlaða í það og það skiptið....mjöööög praktískt.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sé að hér er engin "móðir í hjáverkum" á ferð

Þú ert greinilega ein af "súperkonunum"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað geriðru svo í frítímanum?

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 22:06

7 Smámynd: Brattur

... ég er svo mikill sultukall... segðu mér meira frá þessari umferðasultu

Brattur, 4.9.2007 kl. 22:13

8 Smámynd: www.zordis.com

Segi nú bara eins og Guðmundur .... rauðvínskveðjur

www.zordis.com, 4.9.2007 kl. 23:38

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skil vel að þetta tefji þig frá bloggi........

Hljómar allt svo skemmtilega nema kannski umferðarsultan - það er ég líka blessunarlega laus við

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 07:06

10 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Skil llar upptalningarnar, er soldið í þessu, nema hvað er umferðarsultugerð?

Er það sama ferlið og fjölskyldulaufabrauðsgerð?

Er þetta sultugerð þar sem miki umferð er í gegnum húsið og ú hefur lítinn frið við sultuna, (það er helst að ég kannist vel v ið það)?

Eða er það sultugerð sem gerð er þegar umferðin er mest í bænum (þá hélt ég að þú værir á leið úr vinnu).

Eða er þetta sultugerð sem unnin er kl. 600 að morgni áður en farið er í mestu umerðina?

Sólveig Hannesdóttir, 5.9.2007 kl. 10:55

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 15:42

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sultukveðja til þín  skemmtilega kona

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 00:19

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið skelfing langar mig að sjá umferðarsultu. Birtu endilega mynd af henni.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.9.2007 kl. 15:43

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú ætla ég að biðja þig að vera bloggvinkonu mína. Við erum saman í leshring. Þú ert greinilega súperkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:38

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Næ ekki að senda beiðni á þig, vilt þú prófa??

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:39

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð og sæl. Hef grun um að við höfum hist. Ég vann á Samvinnuf./Landsýn í den, um það leyti sem hún Freydsí litla varð til. Kveðja frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:57

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Umferðarsultan er alveg laus við allt berjabragð og sykur, skal ég segja ykkur. Ég sáröfunda þá, sem ekki þurfa að sitja fastir í sultu hvern einasta morgun! Kannski ég fái mér handfrjálsan búnað og svari t.d. skilaboðum um símhringingar meðan ég sit í sultunni. Sendi ykkur myndir seinna. Já, Ásdís, gaman að verða bloggvinkona þín. Ég er ennþá önnum kafin við gestagang og svoleiðis og hef ekki tíma í bloggið. Love to youi all.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.9.2007 kl. 21:19

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

átti að vera you en ekki youi.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.9.2007 kl. 21:19

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

eins og ykkur grunaði sennilega.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.9.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband