Vá, það var laugardagur. Hann kom í heimsókn með afa sínum. Hann og pabbi settust í stofuna og reyktu vindla. Það var höfðingabragur yfir þeim. Maður fylltist lotningu og hugsaði, vá, hvað það verður gaman að verða fullorðinn og ráða einhverju. Þeir réðu eiginlega öllu í þorpinu, svona á veraldlega sviðinu. Svo kom amma hans og hún og mamma settust í eldhúsið og drukku kaffi og fengu sér upside-down ananasköku. Amma hans hló svo flott, svona konungloega, löngu seinna áttum við mamma eftir að hæja að því hvað mér fannst hún vinkona hennar hlæja flott. Þær réðu ölu í þorpinu varðaði samskiptaleg og tilfinningaleg mál þorpsbúa, hélt ég. Allavega gáfu þær mikil ráð og voru afskaplega "vandaðar " konur eins og það hét þá. Við börnin þessara samfélagsstópa bara fórum uppá loft einn stiga eða svo - og ég sýndi honum leikaramyndirnar mínar. Hann hváði og sagði hvað ertu eiginlega gömul. Þá fannst mér í fyrsta skipti ég vera voðalega gömul. Hann var samt eldri. Hvað hann var fallegur, gáfaður og af annari veröld. Enda bjó hann fyrir sunnan. Hvað ég geymdi þessa mynd í hugarfylgsni lengi. Þegar ég svo löngu, löngu seinna heyrði hann spila á píanó, fannst mér hann flottastur allra, elstur, yngstur og fallegastur. Og ég fann bragðið af upside-down kökunni og vindlareykurinn liðaðist eins og þokuský fyrir vitum mér. Heimurinn varð aftur fullkominn og fagur og mávarnir görguðu fyrir neðan húsið. |
Athugasemdir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 12:06
Yndislegt, yndislegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:38
Þetta greip mig alveg frá og með "vá" vona að þetta sé bara brot af stærri pakka/handriti af minningum. Hef heyrt að þessari ananasköku...hún er fræg.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 19.8.2007 kl. 19:40
Yndislegt.
Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 21:19
Guðný Anna, mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta
Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 11:49
... þetta er eins og ljóð... fallegt ljóð...
Brattur, 20.8.2007 kl. 19:23
Krúttlegt og skemmtilegt minningarbrot.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.8.2007 kl. 19:26
Yndislegar minningar! "vandaðar" konur
Tímarnir hafa breyst en minningin lifir í huganum eins og gerst hefði í gær!
www.zordis.com, 20.8.2007 kl. 19:36
Sólveig Hannesdóttir, 20.8.2007 kl. 20:34
Takk fyrir kommentin, mín kæru!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:25
Finn allt í einu ekki ananas "upside-down" uppskriftina, en set hér aðra ættaða úr Eskifjarðareldhúsinu hennar múttu:
Botn:
4 eggjahvítur
200 gr sykur
3 bollar richcrispi
Á milli botnana.
1 pottur rjómi (geyma 1dl)
100 gr karamellusúkkulaði
Krem ofan á:
200 gr rjómatöggur
1 dl rjómi (sem var geymdur)
Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman.
Crispíinu bætt úti með sleif. Mótið botnana á bökunarpappír. Bakað við 150 í 45 mín. Slökkt á ofni og hann opnaður, látið kólna inni í honum.
Rjómi þeyttir og súkkulaðið saxað og sett út í. Smurt á.
Karamellurnar og rjóminn sett í pott og hrært allan tímann. Helt yfir.
Ómótstæðilegt og syndsamlegt.Best er að setja kökuna í kulda til að storkna. Hægt að frysta og geyma ......
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:34
mikið fallegt kæra guðný !
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 09:14
Veislustemming .... Var einmitt að hugsa um að ég væri til í skyrtertu og svo kemur þessi girnilega uppskrift!
Flott jarðarberin!
www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 18:46
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.