Mánudagur, 13.8.2007
Bryggjuhátíð
Það var haldin Bryggjuhátíð í hverfinu í gær. Voðalega skemmtilegt og sólin skein á réttláta, rangláta, blöðrur, hoppukastala og káta krakka. Voðalega skemmtilegt og kaffið bragðaðist vel. Voðalega skemmtilegt en ég missti af afmæli Gurríar. Ég missti af því að borða strætó og Þrúðu, skálartertu og Nönnumöffins. Næsta ár mæti ég, að mér heilli og lifandi, hálfri eða jafnvel dauðri. Ég held að ég hafi sagt það líka í fyrra. |
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Mig langar að benda á að það er skyldumæting næsta ár! Ætli næginlega stór salur finnist á öllu Akranesinu .... kanski hún hleypi inn í hollum .....
knúsettý smúsettý ...
www.zordis.com, 13.8.2007 kl. 23:39
Já, veistu hvað, Þórdís, ég er búin að skrifa þetta í stressbókina mína 2008. Ég mun koma, hvort sem ég verð lifandi eða dauð. Hlakka til að hitta þig - og alla hina! Ég býst við að það gefi ekki skemmtilegri samkundur en þessar hjá henni Gurrí.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:31
Bryggjuhátíð......
Hljómar vel!
Knús handa þér
Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 18:01
Ég hef einsett mér að mæta líka..enda verð ég á landinu þar sem málverkasýningin okkar bloggvinkvenna Zordísar og fleiri verður frá 29. ágúst. Eins gott að mæta snemma og ná Gay pride og Menningarnótt um leið og afmæli Gurríar. Þetta verður æði og við bara mætum allar saman stelpur.
Voðalega skemmtilega lifandi þessi bloggmynd hjá þér Guðný......algert æði. Þú ert mjög sæt í svona grænum kjól
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 18:16
Ég mæti lifandi eða dauð ... góð Guðný
Marta B Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 19:50
Já, ágúst 2008, það er málið.
Einmitt, það sést svo vel hvað ég er vel vaxin niður í þessum græna.
Kemur þú ekki líka, Marta Smarta?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 23:12
Oh, talaðu ekki um klárheitin; ég veit hreinlega ekki hvað ég á af mér að gera....
Þetta er uppáþrengjandi forrit sem ég var svo vitlaus að setja inná tölvuna... en skemmtilegt á köflum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 23:40
Guð, og ég ekki byrjuð að huga að jólagjöfum. Hvaða thema á maður að hafa á þeim í ár?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:16
Ég missti líka af afmæli Gurríar. Eitt af því sem mér þótti verst við það var að nú hefði ég misst af að hitta þig og aðrar skemmtilegar bloggvinkonur. Við verðum bara að fjölmenna í fimmtugsafmæli Skagadrottningarinnar.
Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:41
ÉG KEM EF GUÐNY ANNA VERÐUR DAUÐ. SOLVEIG. OG AUÐVITAÐ MEÐ HANA. ANNAÐ STÓÐ EKKI TIL. KVEÐJA. SH.
Sólveig Hannesdóttir, 16.8.2007 kl. 00:37
Guðný, ég mæti sko
Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 00:55
Og beint af brygguhátíð á bloggvina samkeppnina þar sem sögur og ljóð keppa nú um atkvæði. Endilega kíkið við á blogginu mínu og lesið ljóðið hennar Guðnýjar ásamt fleiri sögum og ljóðum.
Algerlega töfrandi keppni.....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 10:30
Gaman verður hjá okkur 12. ágúst 2008, hvort sem það verður miðilsfundur eða bloggvinafundur ellegar sambland af báðu. Sólveig frænka ætlar allavega að koma með mig.... Og í allafall verður bloggdrottningin okkar fimm tuga gömul.
Gaman hjá okkur; leshringur í uppsiglingu, sjá www.martasmarta.blog.lis og samkeppni, sjá www.katrinsnaeholm.blog.is
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.