Akureyri

MBL0082413MBL0104857MBL0062185

 Arna til hægri                              Bobba yngri lengst til vinstri             Arnbjörg

____________________________________________________________________

Nú er ferðinni heitið til Akureyrar að hitta skemmtilega fólkið mitt, Örnu, Viktor, Bobbu, Bjarna, Addó, Völu, Bobbu eldri, Jóhönnu, Baldvin, Siggu og Rósu, - og alla hina! Sara Bjarnadóttir og Óli Örnuson eru í Reykjavík þessa dagana, því miður. En við hin munum hafa það gott og fá okkur að hlæja og svoleiðis, fyrir nú utan það að sjá sýningu Örnu í Ketilhúsinu.

Listasumar á Akureyri: Laugardagur 4. ágúst

Ketilhús kl. 14:00:
Opnun á sýningu Örnu G.

Valsdóttur “Í hljóði” að teikna með hljóði. Stendur til

19. ágúst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott þegar það erg gaman !

Ljós og friður til þín

 steina í Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

hafðu það gott á Akureyri dúllan...

Fanney Björg Karlsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Eskfirðingur??? þú sko Guðný Anna

Undirrituð er Eskfirðingur...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.8.2007 kl. 01:14

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða ferð og góða skemmtun

Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 09:13

5 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

ertu búin að tékka á nýjasta bloggaranum frænka kær? http://reykas.blog.is/blog/reykas/

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 12.8.2007 kl. 15:10

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur, elskurnar mínar. Já, Bjarney, ég er Eskfirðingur - en brottflutt fyrir mannsaldri eða svo! Hvurra manna ert þú??  Jáháhá, Hannes, er búin að opna á mútter courage og mikið assgoti sem hún bregst manni ekki, konan sú. Vona að hún haldi þessu áfram. - Jóna mín Ingibjörg; Arna Guðný Valsdóttir til hægri á mynd lengst til vinstri, er bróðurdóttir mín, Þorbjörg Ásgeirsdóttir á miðmyndinni, lengst til vinstri er eiginkona Bjarna Gautasonar, bróðursonar míns og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir á myndinni lengst til hægri er systir Örnu Guðnýjar, semsé líka bróðurdóttir mín. Var þetta með öllu óskiljanlegt??? Takk fyrir áhugann!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:28

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Veit ekki skil á hægri og vinstri....

....flokkast það undir fötlun? Kemst ég á sambýli? Er hægt að fara fram á umönnun? Bætur? Eða umönnunarbætur? Ég verð alltaf ringluð þegar fólk fer að tala um vinstri og hægri........

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 22:45

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elskan mín, ekkert mál. Ef þú manst með hvorri þú skerð kjötið þitt, hægri, þá manstu bara hægri hnífur, hh. Hehehehehe, alveg er maður uppfullur af frábærum og frumlegum ráðum. Nei, ég held að þú sért svona tiltölulega ófötluð, Hrönn mín. Upgrade your email with 1000's of emoticon icons
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:58

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú jú - það er verið að benda mér á að þetta sé tiltölulega einfalt mál!!

Vefst hins vegar mjög mikið fyrir mér.

Takk samt

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:08

10 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Elsku frænka mín, svei mér þá ef þú ert bara ekki sama hetjan og Hannes, en þið eruð ekki skyld þið Friðbjörn???????? SH  Takk fyrir.

Sólveig Hannesdóttir, 12.8.2007 kl. 23:12

11 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég er óskaplega efins um að hún Hrönn komist á sambýli, en ég get hjálpað henni með þetta, alls ekki að ég hafi fundið það upp, heldur heyrði ég það á ekki ómerkari stað en í útvarpinu, og þá gufunni, að það er bara að hugsa um áttirnar tildæmis norður, suður, austur og vestur. T:d gátu Skagfirðingar ekki lært að dansa eftir þessu "hliðar spor hliðar", en gekk bara mjög vel, ef danskennarinn notaði "austur spor austur", og norður spor suður, og svo framvegis.

Sólveig Hannesdóttir, 12.8.2007 kl. 23:23

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allavega erum við Friðbjörn afskaplega andlega skyld, skal ég segja þér, og eins og þú veist er ég afskaplega, ógnvænlega mikið skyld honum Hannesi. Oh, hvað ég er eitthvað skyld.... Sollan mín sanna, glöð er ég að fá þig í bloggsamfélagið, takk fyrir að samþykkja mig!!

Hrönn mín, við erum allar af vilja gerðar að hjálpa þér með þetta....ansi gott ráð hjá henni Sollu. Þú segir bara: ég heilsa alltaf með eystra horni....miðað við að þú standir á Suðurlandi og horfir upp í norður, til hægri austur o.s.frv.

Heldurðu að þetta verði ekki til að rugla þig endanlega? Bíð eftir sögum af næstu tilraunum þínum. Upgrade your email with 1000's of cool animations


Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:33

13 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Guðný Anna, mamma mín hét Nikólína Bjarnadóttir ( Lína Bjarna) og foreldrar hennar Lulla og Bjarni.

Pabbi heitir Halli Ara, sonur Ara á Eyri og Ástu.

En hverra manna ert þú?

Kannski Arnþórs Jenssen?

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.8.2007 kl. 17:04

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hæ, sveitungi! Já, ég þekki bæði mömmu þína og pabba, og líka afa og ömmu á Eyri!! Ekki víst að þau mamma þín og pabbi muni eftir mér. Ég er langyngst af börnum Arnþórs og Guðnýjar Jensen í Pöntun. Kannski manstu eftir mér í bókabúðinni í gamladaga...þú hefur kannski verið að kaupa Andrésblöð???? Hann Bjarni afi þinn hinn var alveg sérstakur vinur minn og við áttum margt skemmtilegt skrafið. Ég var í sama bekk og Bjarni Lullu frændi þinn.  Allra bestu kveðjur á Eskifjörðinn kæra!Upgrade your email with 1000's of cool animations
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2007 kl. 21:37

15 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Hey frábært  Ég gæti nú sko alveg munað eftir þér úr Pöntun, keypti reglulega Andres blöð og Mathcbox bíla, var alltaf í bíló:)

Ég ætla að spyrja pabba um þig en mamma er dáinn, dó fyrir 20 árum síðan en svona er lífið.

og Bjarni afi, hann var nú bara perla sem seint gleymist, hann var "afi" held ég nærri allra eskfiskra barna, frá því Lulla og Bjarni Sveins (bekkjarfélgai þinn) voru lítil... Það voru ennþá mörg börn að kalla afa afa sinn þegar guttinn minn var lítill (er í dag 14 )

Gaman af þessu...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.8.2007 kl. 06:53

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, ég man eftir þegar mamma þín dó, sorglegt, sorglegt. Bjarni afi þinn var alger perla og ég mun alrei gleyma honum, hann er stór partur af mínum æskuminningum. Við áttum alveg sérstakt samband. Systir mín, Hlíf, er á svipuðum aldri og Klara föðursystir þín. Ég held að þær hafi verið saman í bekk. Ég er svo miklu yngri en systkini mín. Ég varð til þegar enginn átti von á að nokkur krói kæmi.... og Jóa ljósa tók á móti mér. Ég hitti hana í fyrra og mikið rosalega var það gaman! Ég dái fæðingabæ minn og finnst fátt skemmtilegra en fara þangað, taka myndir þar, skoða myndir þaðan og vera í sambandi við fólk þar!!

Nanna og Kiddi voru góðir vinir mömmu og pabba og ég kom til þeirra í ekta eskfirskt kaffi þegar ég var í heimsókn í hitteðfyrra. Yndislegt fólk. Bið að heilsa öllum sem ég þekki!!  Gaman að vera í sambandi við þig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:38

17 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Heyrðu já, þetta er bara frábært... verður gaman að fylgjast mér þér kæri sveitungi minn

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.8.2007 kl. 20:00

18 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gleymdi áðan, pabbi man vel eftir þér og sagði mér að Valur og hann væru jafngamlir og svona smá prakkarskapur í gangi, eins og gekk ( eins og pabbi orðaði það ) og hélt þeir hefðu líka verið saman í skátunum í denn.

Hann var ekki viss með að Klara og Hlíf væru jafngamlar, Klara er fædd ´37 en Hlíf?

Klara er alltaf í USA, var hérna hjá okkur í 2 mánuði í sumar, kom rétt fyrir fermingu sonar míns og var fram í júni, frábært að hafa hana, hún er svo langt í burtu en alltaf jafnmikil pæja þó hún sé orðin 70 ára, algjör pæja, alltaf vel klædd og tilhöfð

Ég man líka svolítið eftir Gauta bróður þínum, hann var læknir á Akureyri og mamma fór stundum til hans þar þannig að ég man svona óljóst eftir honum.

Og að sjálfsögðu biður pabbi voða vel að heilsa þér og þínum...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.8.2007 kl. 20:12

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Rosalega er gaman þegar svona gerist á blogginu, að maður finnur gamla og nýja sveitunga. Hlíf systir er fædd 40, þannig að það er 3ja ára aldursmunur á þeim Klöru. Ég man þá tíð, að maður gapti þegar Klara kom í einhverju nýju - og þegar hún kom frá USA, jemundur. Hún hefur alltaf verið glæsileg og falleg kona. Eitthvað voru þær að djamma saman, held ég, Hlíf og hún. Einmitt, Valur og pabbi þinn hafa verið aðalgæjarnir á sínum tíma. Ég man einmitt líka eftir að mamma þín hafi verið hjá Gauta, hitti hana einhvern tímann á sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég man að mamma mín hélt mikið uppá ömmu þína á Eyri, og ég man eftir að hafa komið með henni í kaffi þangað.  Bið að heilsá fólkinu þínu, alveg sérstaklega vel!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband