Miðvikudagur, 8.8.2007
Vinkona
Ég á aldna vinkonu sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna. Hún er bráðskörp, fylgist vel með, er lesin og sérdeilis opin og skemmtileg. Þessutan er hún bráðfalleg og var með fallegustu konum í borginni hér á árum áður. Hún hefur frætt um hvernig var að vera ung kona í sveit á Íslandi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, þvo hárið uppúr kúahlandi, hafa ekki rafmagn eða rennandi vatn og burðast með þvott af 12 manns í læk, talsvert langt frá bæ. Frásögur hennar væri efni í heila bók. Hún hefur gefið mér ráð við ýmsum fylgikvillum þess að eldast. Hugsaðu bara alltaf um þig sem 25 ára, það eina slæma við það er að þér bregður kannski í smástund meðan þú horfir í spegilinn.... Notaðu aldrei neitt sterkara en Niveakrem á andlitshúðina, og aldrei sápu svaraði þessi kona fyrirspurn þess efnis hvernig hún færi að því að vera svona slétt og fellt í andlitinu þegar hún var sjötug. Hún hefur aldrei farið í líkamsrækt. Hún hefur aldrei komið til útlanda. Hún les heimsbókmenntirnar og hlustar á rás 1 og það er nægilegt heilafóður fyrir hana, segir hún. Hún hefur búið á þremur stöðum í Reykjavík, frá því að hún flutti á mölina úr sveitinni sinni. Hún á ennþá hluta af fermingargjöfunum sínum. Henni finnst rosalega kósý þegar við fáum okkur kaffi og meððví útá svölum, þá veður gefst. Þá segir hún mér jafnan eitthvað stórfenglegt úr fortíð eða nútíð og opnar augu mín fyrir nýjum víddum og sjónarhornum. Stundum fer hún með ljóð, sem hentar tilefninu, sem hún bara kallar sisona fram eins og ekkert sé. Þá á hún það til að rifja upp einhvern atburð sem við tvær höfum upplifað saman og setja hann í nýtt samhengi fyrir mér. Mikið lifandis skelfingar ósköp er ég heppin að eiga hana að vini. Ég ætla að verða eins og hún, þegar ég verð 95 ára. |
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Mikið langar mig til að verða svona um 95 ára aldur. Það er langlífi í ættinni svo að það getur vel verið ...
Hvernig er með þig, snúllan mín, kemstu í afmælið mitt á sunnudaginn? Það er ekki skyldumæting en mikið rosalega væri gaman ef þú kæmist!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2007 kl. 00:09
Mikið lifandi skelfingar ósköp ertu heppin að eiga svona vin ..og Guðný mín trúðu mér þú verður svona þegar þú ert orðin 95 ára...
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.8.2007 kl. 00:15
Það er gott að eiga góða vini.... og það eru forréttindi að eiga svona vin eins og þessa konu.
Og auðvitað verður þú 95.. enn ekki hvað:)
Kolbrún Jónsdóttir, 9.8.2007 kl. 07:13
Mín eina sanna Gurrí-san! Ég ætlaði svo sannarlega að mæta þetta árið, enda hótaði ég því í fyrra. Ég meira að segja flýtti suðurför minni frá Akureyri til þess að geta mætt til þín - þá kom óvænt annar atburður uppá sem ég verð víst að mæta í, - á sunnudeginum. Gæti þó verið búin "snemma" í því. Á hvaða tíma stendur bjóðið í Himnaríki? Mig langar sko alveg ógó í það....
Já, stelpur, ég vona að ég verði svona 95, - og þið líka. Ég verð það bara dáldið á undan ykkur. Ég þekki konur sem stofnuðu bókaklúbb þegar þær voru 84, 87 og 91 - og það var víst mjög skemmtilegur klúbbur! Aldur, hvað?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.8.2007 kl. 12:57
Frábær vinkona sem þú átt. Móðuramma mín varð 93ja og dó fyrir 3 árum. Hún var frábær og við spjölluðum mikið saman um lífið og tilveruna. Alltaf hress og opin og lét sig ýmis málefni varða.
Kveðjur og knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.8.2007 kl. 17:05
Amma mín var svona!
Vona að ég verði í bókaklúbb með þér.....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 20:24
Ég á strákavin sem er millia áttunda tugs og þess níunda og hann er svona! Við tölum um verkfræði, olíu og alles, tölum saman í síma um ýmislegt þar sem ég bý erlendis! Ég ætla að verða svona, alveg ákeðin!
www.zordis.com, 9.8.2007 kl. 21:43
Yndisleg færsla. Takk. Pant fá að vera í þínum bókaklúbb plííís
Mamma mín er 93 ára og hún fylgist með öllu og er meira í daglegu sambandi við vini sína og ættingja heldur en ég ... og þetta langlífi það erfist er sagt ...
Marta B Helgadóttir, 9.8.2007 kl. 22:21
Frábært að fá innslögin ykkar, góðu vinur. Til hamingju með ykkar mömmur, ömmur og vini.Ég mæli með því að við verðum allar saman í bókaklúbb þegar fram í sækir; er bara hreinlega viss um að við höfum ekki ólíkan smekk á bókum. Allavega höfum við dáldið sama álit á fólki og firnindum, ekki satt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.8.2007 kl. 23:00
Eg er lika komin af lanlifum konum og tvi sitjid tid uppi med mig i tessum bokaklubbi stelpur minar.....
Eg a nokkra gmala karlvitringa fyrir vini sem gaman er ad hitta yfir kaffi og raeda midaldasogur austurlanda, heimspeki og orkufraedi ymiskonar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 08:26
Ég held að verði að fara að leggja drög að þessum bókaklúbbi ; ég sé á öllu að þú lest ekki beint leiðinlegar bækur Katrín; miðaldasögur austurlanda, heimspeki og orkufræði. Ekki amalegt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.