Mánudagur, 30.7.2007
List
Ég lenti í skemmtilegum & hreinskilnum umræðum um daginn við vin minn, sem að eigin sögn hefur algildan listasmekk. Við ræddum ýmsa listamenn fram og til baka. Hann tjáði mér, að ég hefði sérdeilis miðjumoðslægan, kommersíal listasmekk og hugsaði um það eitt að einhver hallærisleg atmosfera væri til staðar í myndunum. Nú ætla ég á næstu dögum að setja inn nokkrar af umræddum uppáhaldsmyndum mínum eftir hina og þessa listamenn, sem vinur minn hatar af krafti sálu sinnar. Og guðminngóður, hvað ég hef góðan smekk, að mínu eigin mati. Ég er einkar hrifin af Vettriano, en þessar stemmningsfullu myndir eru eftir hann. Er þetta ekki sannur unaður? Heyriði hljóðin og finniði lyktina?
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Sérstaklega flott þessi af dansandi parinu sem tekur ekki eftir vindinum sem hamast í kringum þau og reynir að snúa regnhlífarnar af þjónustufólkinu en nær engum tökum á parinu
Hrönn Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 07:03
Hæ Guðný Anna
Uppstilling og stemmning Vettriano-myndanna minnir mig á verk Karólínu Lárusdóttur. Skemmtilegar myndir. Líka feitabollumyndirnar. Listamaðurinn er raunsær, er ekki í neinum feluleik né að láta okkur finnast eitthvað annað en við erum. Ég hlakka til að sjá fleiri.
Hvernig í ósköpunum er hægt að dæma listasmekk?!
Hvað skyldi valda því að í manninum (almennt, ekki endilega vininum) sé tilhneyging svo rík að fá aðra á sitt band? Af hverju getur hver ekki verið sáttur við sitt og sína skoðun. Það er hægt að vera á annarri skoðun og eiga skemmtilegar rökræður án þess að predika og vera sífellt að hamra á því hvað maður sé mikið fífl að finnast eitt og annað. Augnablik, er ég kannski að því sjálf?
Blúskveðjur á bryggjuna,
Þórdís svilkona
Þórdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:05
Hver og einn upplifir á sinn hátt og út frá sínum eigin forsendum. Að dæma það er kjánalegt. Það er ekki hægt að þvinga neinn til að finnast eitthvað annað en honum finnst. Sérstaklega ekki með rökum. List er ekki um rök heldur tilfinningu, upplifun og sýn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 14:23
Þessar myndir eru einmitt svo skemmtilegar sökum ýmissa mótsagna i þeim, sbr storminn, fjúkandi regnhlífar, en stillilogn hjá parinu að dansa! Stemmningin í þeim er engu lík.
Sammála þér Þórdís, myndir V minna á köflumá Karolínu. Já, þessi tilhneiging manna að fá aðra yfir á sitt band er eilíft umhugsunarefni. Í rauninni lýsir mað miklu innra óöryggi og vafa um réttmæti eigin tilvistar. Margir þjást því miður af því. Samtal okkar XZ vinar míns var í rauninni meira í gríni en alvöru. Við getum endalaust diskúterað eitthvað sem í rauninni skiptir engu máli, eins og t.d. hvernig beri að skoða list, hvernig eigi að búa til lasagna, hvernig eigi að fást við timburmenn og fleiri svona grundvallaratriði tilverunnar. Við ræddum það, að ég ögraði honum með að birta myndir af mínum "kommersíal" listasmekk á síðunni minni...!
Já, einmitt list á lítið sammerkt með rökum og rökhugsun. Þess vegna er hún svo heillandi og gefur lífinu djúpa merkingu....
Takk fyrir kommentin, elsku stelpur mínar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.