Stjörnuspá 29.07.07 - ljóta dellan....eða hvað?

LjónLjón: Nokkur minniháttar sérkenni eru farin að hafa alltof mikil áhrif á sjálfsálitið. Breytingar eiga sér ekki stað fyrr en þú hefur sætt þig við þau.
Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta? Þið sem kommenterið aldrei, en ég veit að kíkið hér inn, nefni engin nöfn, látið í ykkur heyra!
Tóta og fleira 022
tack_is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

já eða bara einfaldlega skipta tímabundið yfir í hvítt 

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.7.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: www.zordis.com

Litla ljónið mitt er í sundi núna og er ekki að spá né spekulera í svoddan sko.  En sérkenni, einkenni kennileyti ......  Þú ert yndisleg á sama hvaða máta á málið er litið! 

Rautt og hvítt til skiptis ef það er málið!

www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Neglurnar Guðný Anna....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Já eða yfir í bjór, Corona er góður ííískaldur.

Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Það er bara verið að benda á að þú kaust rangt síðast 

Halldór Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Oh, krakkar, þið sjáið svo í gegnum mig. Ég hef hleypt ykkur alltof langt inní innsta líf mitt og flókið lífsmynstur. Auðvitað rauðvínið og vöntun á bleikiklór fyrir tennur. Ég verð að skipta yfir í bjór eða hvítt, satt segiði. Allavega á meðan ég hef ekki bleikiklórinn. Og naglafjandarnir, auðvitað....hvernig gat ég ekki fattað þetta? En það skal ég segja þér, kæri veðuráhugamaður, að ég kaus réttara en orð fá lýst í síðustu kosningum. Eiginlega held ég bara að ég hafi aldrei kosið betur. Það á eftir að sýna sig. Pjattrófu - og lífsnautnakveðjur til ykkar allra!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:57

7 identicon

"Ég ætlaði að vera orðin 52 kíló og 170 á hæð á þessum degi"  (GAA  19.05.07).

"Nokkur minniháttar sérkenni eru farin að hafa alltof mikil áhrif á sjálfsálitið. Breytingar eiga sér ekki stað fyrr en þú hefur sætt þig við þau" segir stjörnuspáin.   Eru einhver tengsl þarna á milli.  þó að 70 kg og 152 cm séu  alveg öfug formerki  þá er það allt í lagi og á að þróast og þroskast þrátt fyrir það. 

kveðja

Þóroddur (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Elsku kerlingin mín, hvar var þessi.?

Sólveig Hannesdóttir, 1.8.2007 kl. 01:05

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahaha, Þóroddur, þú gleymir engu. Þessi markmið mín nást seint, þ.e. 52 kg og 170, og sennilega verð ég bara að fara að sætta mig við þau óumflýjanlegu örlög! Og kaupa meiri hvíttu-efni og hætta rauðvínsprófunum.... Jafnvel reyna að sætta mig við þessar undurfögru, löngu, tígullegu neglur (sem bæta dálítið upp að það vantar enn á hæðina....) - þó að það kosti hægari vinnsluhraða á lyklaborðið. Já, krakkar mínir, þakka ykkur fyrir að hjálpa mér í þessu. Og Solla mín, hvað segirðu??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband