Sunnudagur, 29.7.2007
Stjörnuspá 29.07.07 - ljóta dellan....eða hvað?

Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta? Þið sem kommenterið aldrei, en ég veit að kíkið hér inn, nefni engin nöfn, látið í ykkur heyra!
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
já eða bara einfaldlega skipta tímabundið yfir í hvítt
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.7.2007 kl. 16:46
Litla ljónið mitt er í sundi núna og er ekki að spá né spekulera í svoddan sko. En sérkenni, einkenni kennileyti ...... Þú ert yndisleg á sama hvaða máta á málið er litið!
Rautt og hvítt til skiptis ef það er málið!
www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 17:38
Neglurnar Guðný Anna....
Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 19:32
Já eða yfir í bjór, Corona er góður ííískaldur.
Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:43
Það er bara verið að benda á að þú kaust rangt síðast
Halldór Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 22:58
Oh, krakkar, þið sjáið svo í gegnum mig. Ég hef hleypt ykkur alltof langt inní innsta líf mitt og flókið lífsmynstur. Auðvitað rauðvínið og vöntun á bleikiklór fyrir tennur. Ég verð að skipta yfir í bjór eða hvítt, satt segiði. Allavega á meðan ég hef ekki bleikiklórinn. Og naglafjandarnir, auðvitað....hvernig gat ég ekki fattað þetta? En það skal ég segja þér, kæri veðuráhugamaður, að ég kaus réttara en orð fá lýst í síðustu kosningum. Eiginlega held ég bara að ég hafi aldrei kosið betur. Það á eftir að sýna sig. Pjattrófu - og lífsnautnakveðjur til ykkar allra!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:57
"Ég ætlaði að vera orðin 52 kíló og 170 á hæð á þessum degi" (GAA 19.05.07).
"Nokkur minniháttar sérkenni eru farin að hafa alltof mikil áhrif á sjálfsálitið. Breytingar eiga sér ekki stað fyrr en þú hefur sætt þig við þau" segir stjörnuspáin. Eru einhver tengsl þarna á milli. þó að 70 kg og 152 cm séu alveg öfug formerki þá er það allt í lagi og á að þróast og þroskast þrátt fyrir það.
kveðja
Þóroddur (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:24
Elsku kerlingin mín, hvar var þessi.?
Sólveig Hannesdóttir, 1.8.2007 kl. 01:05
Hahaha, Þóroddur, þú gleymir engu. Þessi markmið mín nást seint, þ.e. 52 kg og 170, og sennilega verð ég bara að fara að sætta mig við þau óumflýjanlegu örlög! Og kaupa meiri hvíttu-efni og hætta rauðvínsprófunum.... Jafnvel reyna að sætta mig við þessar undurfögru, löngu, tígullegu neglur (sem bæta dálítið upp að það vantar enn á hæðina....) - þó að það kosti hægari vinnsluhraða á lyklaborðið. Já, krakkar mínir, þakka ykkur fyrir að hjálpa mér í þessu. Og Solla mín, hvað segirðu??
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.8.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.