Laugardagur, 28.7.2007
Sushi og sæludagur
Það var ógnarlega falleg og bragðgóð sushi-veisla á Bryggjunni um daginn. Gauti Japansfari gleðst ógvirlega yfir slíkum krásum og mæðgurnar slá aldrei höndum mót nýmeti.
Á fyrsta degi í sumarfríi var farið til Tótu & Svaras, Húnna, Sverris Gauta, Sólrúnar og Sigurðar Birkis. Alltaf gefandi og gaman að koma þangað. Það voru líka fornir vinir frá Akureyri í heimsókn - með afleggjarana með sér.
Sá yngsti hafði meiri áhuga á snúðum og vínarbrauðum en frænku með myndavél. Djúpfögur augu hans sjást því eigi. Það var byrjað að kenna honum í dag um forgangsröðun og mikilvæg gildi í lífinu. Hann setti upp talsvert sannfærandi skeifu.
Og kvöldin eru bara ansi snotur við voginn.....
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Njóttu þess að vera í sumarfríi með þínum nánustu Guðný Anna
Ég hef aldrei þorað að smakka sushi, kannski einhverntímann
Kolbrún Jónsdóttir, 29.7.2007 kl. 05:27
Sushi er alveg hrikalega góður matur! Varasamt hvar kona kaupir sushi hér á Iberiuskaga þar sem hreinlæti þarf að vera 1000% ..... Skemmtilegur tími hjá ykkur!
www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 09:55
Takk, Kolla mín. - Já, ég myndi eiginlega ekki vilja borða Sushi á feiri stöðum en á Íslandi, - og kannski í Japan, af því að þeir kunna virkilega að meðhöndla hráefnið þar. En gott er þetta, amen, kúmen, krossmenn. Ég mæli með Sushi hraðlestinni í Iðuhúsinu og svo Sushistaðnum við Höfnina, sem ég man ekki hvað heitir. Æðisgengið.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.