Laugardagur, 21.7.2007
Nýjasta frænkan
Nýr meðlimur bættist í fjölskylduna í dag þegar einni uppáhaldsfrænkunni minni fæddist lítil stelpa, talsvert löngu fyrir áætlaðan fæðingartíma. Hún er samt státin og hress og mamman og pabbinn að springa úr stolti. Ég líka. Nú verður ekki slegið slöku við í ungbarnabúðunum og hafist handa við að spilla nýju eintaki....
Mikið ansi er 21. júlí 2007 annars flott dagsetning.
Velkomin í heiminn, litla ögn. Við ætlum að hafa þetta skemmtilegt.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Til hamingju með litlu dúlluna
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 00:25
Til hamingju með frænkuna. 21 júlí ef flott dagsetning. Er það ekki Þorláksmessa að sumri.
Á reyndar frænku sem varð tvítug á föstudaginn. 20.07 2007 er líka flott dagsetning. Reyndar fá afmælisdagar þeirra sem okkur finnst vænt um alltaf sérstaka merkingu í huga okkar.
kveðja
Þóroddur
Þóroddur (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 02:51
Til hamingju med litlu ögnina! Dásamleg mynd sem fylgir faerslunni!
www.zordis.com, 22.7.2007 kl. 11:37
til hamingju !
Alheimsljós til þín frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:54
Er þessi ögn e-ð skyld mér?
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 22.7.2007 kl. 18:22
Til hamingju með frænkuna....gott að hún er státin og sperrt eftir ferðalagið og heimkomuna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 18:49
Já, er þetta ekki frábært Guðný Anna, til hamingju........er reyndar ekki alveg búin að ná þessu .......en er búin að ná því að loksins loksins má ég versla barnaföt !
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 22.7.2007 kl. 20:48
Takk fyrir góðar heillaóskir, góðu vinir, og Steina, ég er viss um að ljósasendingarnar þínar skila miklu, - í alvöru.
Jú, Þoroddur, þetta er einmitt Þorláksmessa á sumri! Þú ert alltaf jafnglöggur, hvar sem gripið er niður. Rétt er það, að sumar dagsetningar eru merkilegri en aðrar.
Mér finnst t.d. 7. ágúst bara talsvert merkilegur, enda er ég sjálfhverfari en sjálfur andsk.....afsakið orðbragðið.
Hannes, þessi agnarögn er ögn skyld þér, gæskurinn. Þið eruð í 3. og 4. lið, held ég, - Baldvin og ögnin eru fjórmenningar....
Ferðalag og heimkoma....fallegt.
Já, Bobba, verslum, verslum! Ég sleppti mér dáldið lausri í dag.....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.7.2007 kl. 22:15
Vona að hún líkist þér
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 23:20
Takk, elsku Hrönn, en ég vona að hún líkist einnhverjum betri og þroskaðri!! Takk samt, sæta.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.7.2007 kl. 23:31
Þetta er með eindæmum myndarlegt barn Sólveig.
sólveig hannesdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:56
Ég segi nú bara einu sinni enn Áfram konur, þeim er alltaf að fjölga hjá OKKUR einu og sönnu og svo framvegis............Sólveig.
sólveig hannesdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:59
Kæra vina. 'eg ætlaði fyrir löngu að vera búin að dáðst að orðinu, sem einhversstaðar kemur fyrir hjá þér, og það er orðið sólstöðuþunglyndi, þetta er ótrúlegt orð. En sjálf er ég haldin svokölluðu sólstöðusálarkreppu, sem stendur yfir í ´3 vikur til mánuð.
Því lýkur ca. 13. jÚLÍ, ég hafði mjög gaman af kvikmyndinni INSOMNIA með AL PACINO, í hlutverki spæjara, staddur í Alaska um sólstöðurnar.
Kv. sh
sólveig hannesdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:58
Loksins ertu komin hingað inn, Sollan mín eina sanna. Bloggið held ég að hafi verið fundið upp fyrir þig, í alskörunni, eins og Freydís sagði alltaf.... Já, áfram konur, segi það sama. Já, sólstöðuþunglyndi er bara nokkuð gott orð, satt er það. Alveg gífurlega erfður tími fyrir marga. Dimma og kertaljós margfalt hollari fyrir suma...! Komdu sem oftast, kæra frænka.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.7.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.