Fimmtudagur, 19.7.2007
Terta, hanastél og meistarinn
4 eggjahvítur
2 dl sykur
4 dl púðursykur
2 bollar Rice Crispies eða Corn Flakes
2 botnar: ég teikna 2 hringi á bökunarpappír og set deigið þar á.
150°C ca 60 mín.Karamellukrem ofan á:2 dl rjómi
100 gr púðursykur
2 msk sýróp
30 g smörlíki
1 tsk vanillusykur
Tom Collins: 3 cl. gin |
Svo reit meistarinn um eina af endurfæðingum sínum, 1917:
Hlunkast í októbermánuði, um kl. 6 að kvöldi, þá staddur á Laugaveginum rétt fyrir ofan Bergstaðastræti, með vígahnattarhraða niður í ómælishöf guðspeki, yógaheimspeki og spiritisma, svo að allt annað gleymist. Fæ nýja útsýn yfir gervalla tilveruna. Kýli á andlegum æfingum. Beini mínu blikki til meistara í Tibet. Finn alheimsorkuna fossa gegnum hverja taug. Gerist heilagur maður.
Með þetta í farteskinu er hægt að skella sér til helgar....ásamt því að setja Rachmaninoff undir geislann, brenna reykelsi með pharamistailmi, en bara í 2 mínútur.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Algerlega ertu einstök! Held barasta svei mér þá ef að þetta dugi.
PS kanntu Þórberg utan að? - Gæti ég fengið þig til þess að lesa hann fyrir mig upphátt? Úr hvaða bókum er þetta?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 23:41
Get ekki meir. Verð að lesa hann allan!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 01:03
Alldeilis fullkomin innkoma í helgina! Kanski kona skelli í eina tertu fyrir tengdó ......
Njóttu helgarinnar.
www.zordis.com, 20.7.2007 kl. 05:37
nú er tíminn ! fer og tek bókina fram á eftir.
Ljós héðan
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 08:18
Ég sé að við eigum sameiginlegan vin að nafni Tom.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 20.7.2007 kl. 10:18
... og ég sötra rauðvín fram eftir kvöldi og hugsa... er þetta virkilega alheimsorkan sem flæðir í gengum mig....
Brattur, 20.7.2007 kl. 20:05
".....með vígahnattarhraða niður í ómælishöf....." greinilega ekki tilviljun að maðurinn er titlaður meistari........
Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 20:17
Gott fóður fyrir helgina - á sál og líkama......that´s the spirit !
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 21.7.2007 kl. 00:21
Gvuð hvað þetta er allt girnilegt hjá þér, líka Þórbergur!
Sorrí kommenta"letina" undanfarið. Tæknimenn Moggabloggs fengu tölvupóst frá mér áðan með beiðni um hjálp. Þegar ég ýti á SENDA til að senda þetta komment mun koma athugasemd þar sem mér er sagt að ég sé ótengd. Ég tengi mig þá inn, í 15. sinn í dag (af því að ég DETT alltaf út) og þá gengur þetta kannski, svo dett ég út aftur, eins og við hverja hreyfingu mína hér. (Verður þú ekki á landinu 12. ágúst, elskan?) Hef kommentið óvenjuástúðlegt núna vegna vanrækslu sem er Moggabloggi að kenna! Arggggg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2007 kl. 18:38
Elskurnar, gaman að heyra í ykkur og sjá hversu alheimsorkan er að verki í ykkur öllum!
Tom Collins er góður, og ekki er Tom Waits verri....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.