Miðvikudagur, 11.7.2007
Átta atriði um gaa og áframhaldandi klukk
Hrönn bloggvinkona klukkaði mig og sagði mér að telja upp átta atriði varðandi sjálfa mig og klukka svo átta aðila áfram. Mér féll allur ketill í eld, enda sjálfhverfan í þessu bloggi að nálgast sögulegt hámark. Ég þori samt ekki annað en taka áskorun þessari og læta vaða.
Ég held mikið upp á setningar eins og þessa: "You will never be happy if you continue to search for what happiness consists of. You will never live if you aar looking for the meaning of life." (Albert Camus, 1913-1960).
Ég elska rauðvín, jafnvel þó það geri tannglerunginn sjúskaðan
Ég nota tannglerungsbleikingarefni reglulega
Ég þjáist af símafóbíu
Ég lifi tvöföldu lífi: Einu með dagvitund, hinu með næturvitund
Ég er pjattrófa með tilliti til ilmkerta, reykelsins, ilmrema og ilmvatna, húsbúnaðar, hreinlætis og matar
Ég þjáist af dagsyfju milli kl.14 - 16 daglega sem veldur sífellt þeim misskilningi hjá viðmælendum, að mér finnist þeir hundfúlir og óinteressant
Ég dái Brahms
Áfram klukka ég svo:
- Unni Sólrúnu Bragadóttur
- Bjarna Gautason
- Þorbjörgu Ásgeirsdóttur
- Ásgeir R. Helgason
- Gísla Gíslason
- Kolbrúnu Jónsdóttur
- Kristbjörgu Þórisdóttur
- Hannes Heimi Friðbjörnsson
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
... hrifinn af fyrstu setningunni og rauðvíninu... vissi að þú varst pjattrófa
Brattur, 12.7.2007 kl. 23:21
Hehehe. Hvunning í ósköpnum datt þér í hug að ég væri pjattari? Hélt ég færi svo vel með það...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2007 kl. 00:03
Frábært!
Þetta með dagsyfjuna..... þarftu ekki bara að taka siesta?
Ég finn stundum fyrir þessu líka. Svona svíf út úr líkama og aðstæðum og hrekk svo inn aftur.......
Held að siesta sé alveg málið - væri gott ef það rigndi aðeins á meðan
Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 00:33
Maður á að sofa seinnipartinn og vera alltaf með ilmvatn og reykelsi. Ljúfur rauðvínsdreitill og himneskar setningar sem koma fyrir í samræðum tveggja sálna er toppurinn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.7.2007 kl. 08:06
trúðu mér Katrín.... akkurat svona var þetta þegar ég vann með Guðný...... allveg stórfenglegt og dulúðlegt að koma í skrifstofuna til hennar.... mmmmm manni fer bara að langa að kíkja í skrifstofuheimsókn í smá slúður Guðný mín...
Fanney Björg Karlsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:35
Ja hérna. ,,Mikil lifandis, skelfingar, fádæma, ósköp" reynir þetta á (eins og hún amma mín sáluga sagði svo oft). Nú skráði ég mig inn í fyrsta skipti í nokkrar vikur og þá bíður mín þessi áskorun. Þetta gæti reynst mér erfitt - átta atriði
. Nú er að leita í innstu afkimum sálar eða hvað? Ég deili alla vega símafóbíunni, svo mikið er víst, en hvítvín fer betur í mig en rauðvín. Jæja. Best að standa sig, farin á síðuna mína til að koma þar einvherju ,,(k)lukkulegu" á skjá. Sólarkveðjur með sumarlegum frjókornum sem fylla hér hvern krók og kima.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:12
Einmitt, það er auðvitað málið, þetta er gamla minningin um siestuna. Ég hitti ofjarl minn í geyspum í dag. Ég átti svo bágt með mig að skella uppúr að ég gerði mér upp óstöðvandi hóstakast til að verða mér ekki til skammar. (þetta er 9.játningin...eða þannig). Getiði ímyndað ykkur tvær manneskjur sem eru að tala saman, en geta varla endað eina setningu fyrir geyspum??? Og bæði svo kurteis: afsakið, afsssssakið....
Unna mín, þú rúllar þessu upp eins og öðru....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:26
Við eigum margt sameiginlegt!
;-)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:11
Gott, gott - því hvað er betra en sálartengsl?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.