Þriðjudagur, 10.7.2007
Gáta
Ég er mikið mæðugrey
má því sáran gráta-
af því forðum ungri mey
unni ég fram úr máta
Aldrei sé ég aftur þá
sem unni'eg í bernskuhögum.
Bakvið fjöllin blá og há
bíður hún öllum dögum
Ef ég kæmist eitthvert sinn
yfir í fjallasalinn
svifi ég til þín, svanni minn
með sólskin niðrí dalinn.
En ef ég kemst nú ekki fet
elskulega Stína
eg skal eta eins og ket
endurminning þína
Hver orti?
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 22:47
... þegar ég var búinn að gúgla þá þekkti maður stílinn... en það er náttúrulega svindl í svona gátum að nota gúglið...
Brattur, 10.7.2007 kl. 22:49
Ég skýt á Þórberg en það er meira vegna þess að ég veit að þú ert aðdáandi frekar en að ég þekki hver orti.....
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 23:19
Púff ég passa á hana þessa....Ekki .... nei... gefst upp.
Heiða Þórðar, 11.7.2007 kl. 01:07
þórbergur !
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 07:28
Klukka, klukk. Hvunnnnning er þetta?
Já, meistarinn sjálfur orti þetta undurfagra (eða þannig..) ljóð.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.7.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.