Gáta

CNI0751128_TÉg er mikið mæðugrey
má því sáran gráta-
af því forðum ungri mey
unni ég fram úr máta

Aldrei sé ég aftur þá
sem unni'eg í bernskuhögum.
Bakvið fjöllin blá og há
bíður hún öllum dögum

Ef ég kæmist eitthvert sinn
yfir í fjallasalinn
svifi ég til þín, svanni minn
með sólskin niðrí dalinn.

En ef ég kemst nú ekki fet
elskulega Stína
eg skal eta eins og ket
endurminning þína

Hver orti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Brattur

... þegar ég var búinn að gúgla þá þekkti maður stílinn... en það er náttúrulega svindl í svona gátum að nota gúglið...

Brattur, 10.7.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skýt á Þórberg en það er meira vegna þess að ég veit að þú ert aðdáandi frekar en að ég þekki hver orti.....

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff ég passa á hana þessa....Ekki .... nei... gefst upp.

Púff,

Heiða Þórðar, 11.7.2007 kl. 01:07

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þórbergur !

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 07:28

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Klukka, klukk. Hvunnnnning er þetta?

Já, meistarinn sjálfur orti þetta undurfagra (eða þannig..) ljóð.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.7.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband