Mánudagur, 9.7.2007
Útvarpskonur
Er útlenska konan sem las veðurfregnir um daginn kl. 16.15 á gufunni gufuð upp? Ég hélt að þetta væri Carola að gera grín eins og á Bylgjunni í gamla daga, en þetta var víst dauðans alvara.
Er KiraKira eina afsprengi krútt-kynslóðarinnar í útvarpinu? Ögn er það dásamlegt að heyra hana hvísla óendanlegum leyndarmálum að þjóðinni í þáttum sínum. Hún býr yfir einmuna leyndardómum þessi stúlka. Ég held hún sé stundum að tala uppúr svefni.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Já heyrðirðu í henni? Ég hélt mig væri að dreyma....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 22:20
... segðu mér aðeins meira, hver er þessi KiraKira og hvað er "krútt-kynslóð"? hef bara heyrt af fjarstýringarkynslóðinni...
Brattur, 9.7.2007 kl. 22:46
Hahahaha, ég hélt þetta væri djók. Ég er samt voðalega ósköp langt frá því að vera fordómafull ung kona. Þetta var bara óneitanlega svo fyndið...
... KiraKira er álíka fyndin, bara á annan hátt. Sæt líka (sæt í óeiginlegri merkingu, eða þannig.... nú er ég eina ferðina enn komin í rökfræðilegar ógöngur).
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:47
Sá þig ekki, Gísli, við höfum verið á sömu mínútunni, so to speak.
KiraKira heitir Kristín Björg Kristjánsdóttir og hefur verið umsjónarmaður ýmissa þátta á Rás 1. Ágætis útvarpsmaður og skýrleika - kvenmaður, en talar í svona trúnaðar- leyndaróms - tón; virðist alltaf luma á banvænum leyndarmálum.
Krúttkynslóðin er stundum nefnd x- kynslóð. Allt er voðalega sætt og krúttlegt, maður lygnir aftur augunum og syngur itjújú eins og söngvarinn í hljómsveitinni SigurRós ellegar gefur út sætan geisladisk og skrifar aftaná: Takk Gunni, Maggi, Toti og Stebbi. Elska ykkur...o.s.frv. Svo drekkur maður rauðvín fram á ótt og fer daginn eftir í alltof stór stígvél við náttfötin og lallar útí bakarí að kaupa kruðerí. Þetta og fleira hef ég frá ekki ómerkari manni en Eiríki Ómari Guðmundssyni (Undir himninum, bls. 181).
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:58
Ég flissaði allan tímann sem hún las veðurfréttir og steingleymdi að hlusta eftir spánni
híhí
PS merkilega góð lýsing á krúttkynslóðinni
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:11
... jááá þau eru eins og blómálfar, ósköp sæt og meinlaus... og áhyggjulaus... öfunda svona fólk,...minn stæsti galli er að vera ekki nógu kærulaus, þungur baggi að bera
Brattur, 9.7.2007 kl. 23:22
ahahah...elska þessa lysingu á krúttkynslóðinni.... en omg... þessi KiraKira hefur allveg gjörsamlega farið fram hjá mér.... verð greinilega að fara að hlusta á almennilega útvarpsrás......
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:25
En þó ég sé ekki af krúttkynslóðinni sjálfri og eiginlegu þá er ég líka krútt. Fer í bakaríið með ógreitt hárið suma morgna og kann mörg banvæn leyndarmál. Er það kannski ekki krúttlegt hjá 44 something?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 08:35
Mér finnst KiraKira vera svolítill partur af "Tilgerðareldhúsinu" en jú jú hún er kannski krútt.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 10.7.2007 kl. 19:14
Krúttkynslóðin biður að heilsa ykkur, elsku bloggvinir, og já, "tilgerðareldhúsið" - það er einkar skemmtilegt eldhús....Ég stend með því og þessegin, svoleiðis, krútt- kynslóð!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.