Sunnudagur, 8.7.2007
Bílferð á sumardegi
Ísland í sól á sumardegi, hreinn og tær unaður. Ökuferð austur í sumarbústað til bróður míns og mágkonu í dag, dásemd. Kindarlegar kinur í haga, moldarbörð, nýrækt. Tvö hross sem standa í kross og nudda sér hvort utan í annað; svo íslenskt, svo heimilislegt, svo gleðivekjandi. Nýr litur í rúllubaggaplastinu; ólívugrænn. Tónlistin í bílaspilaranum spannaði hálfan heiminn: Þar gaf að heyra Hamraborgina, Bedúínapopp frá Marakkó, seiðandi, erótískt, kyngimagnað þjóðlagapopp frá Tyrklandi og djass frá Ungverjalandi. Að ógleymdu Nessum Dorma, sem ég verð að hlusta á annan hvern dag, til þess að halda andlegu heilbrigði og austfirskri bjartsýni (en það tvennt fer reyndar mjög svo saman).
Það var sorglegt að sjá á bakaleiðinni, að á bílflaks-kross-skiltinu hafði tala látinna í umferðinni breyzt úr 2 í 3.
En dagurinn var dásemd hjá mér, dirrindí.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Þetta hefur verið ljúf stund hjá Jensenum - góðar kveðjur.
By the way......hvað heitir diskurinn með Bedúínapoppinu ?
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:01
Oh, þetta var unaður. Þú veizt hvílíkur sælureitur þetta er. Diskurinn er úr safninu Buddha-Bar, sem maður þarf að panta af Amazon, þar eð svona gersemar fást ekki í plötubúðum Íslands. Ég man ekki númer hvað þessi BB er, ég á þá flesta. Viltu að ég finni það út fyrir þig?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:07
Mér finnst bróðir þinn svo líkur manni sem býr á Selfossi.....
Getur verið að þið eigið frænda hér? Sem heitir Kjartan?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 23:41
Nei, elskan mín, þeir eru ekki skyldir. Þessi maður átti einn bróður, en hann er því miður látinn. Góðar kveðjur til þín fyrir svefninn - bið að heilsa iðjufjörkálfi Fanneyju!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:48
....en líkir eru þeir. Hef alltaf dáðst að umræddum Kjartani, alltaf svo reffilegur eldri maður.....
Er bróðir þinn ekki bara tökubarn - ligesom jeg?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 00:02
Ohh Guðný.... víst er lífið yndislegt á svona dögum....... og svo þarf maður aðmæta í vinnu...
... en maður verður víst stundum að vera Pollyana og þakka fyrir að maður hafi getu og heilsu til að vinna osfrv..... en veistu ég er ekki í soleis stuði núna....... vil vera í fríi í allt sumar þar sem allir dagar eru svona eins og að ofan er lýst......
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.7.2007 kl. 17:11
Bakkelsid er guddómlegt út af fyrir sig .... vedrid gjörsamlega frábaert, hvad er haegt ad bidja um meira? Njóttu zín!
www.zordis.com, 9.7.2007 kl. 17:49
Mikið hefur þetta verið yndislegt hjá ykkur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:09
Takk fyrir kommentin, bloggsystur! Jú, lífið er stundum alveg ótrúlega gott.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:12
Er þessi bústaður nokkuð í Úthlíðarlandi hjá Birni bónda?
Ásgeir Rúnar Helgason, 9.7.2007 kl. 23:25
Já, sveimér ef hann er ekki einmitt þar! Í landi Úthíðar. Þekkirðu þig á þeim slóðum, Ásgeir?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.